Mánudagur, 19. mars 2018
Logi auglýsir veldi Sjálfstæðisflokksins
Loga Einarssyni formanni Samfylkingar dytti ekki í hug að mæta í ræðustól alþingis með landsfundarsamþykkt eigin flokks. Landsfundur Samfylkingar er saumaklúbbur fáeinna vinstrimanna.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er aftur um 1200 manna samkoma og samþykktir þar á bæ vega töluvert þyngra en samsuða saumaklúbbs.
Enda mætir formaður Samfylkingar með landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins en ekki Samfylkingar. Logi tekur að sér að auglýsa styrk Sjálfstæðisflokksins. Ekki slæmt dagsverk það, Logi.
Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll blaðamaður er sérlega illa að sér og kann lítið að telja. Þessi fáviskulegi pistill staðfestir að Páll blaðamaður hefur ekki mætt á landsfundi Samfó síðan hann var formaður Samfylkingarfélagins á Seltjarnarnesi.
Jón Ingi Cæsarsson, 19.3.2018 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.