Mánudagur, 19. mars 2018
Logi auglýsir veldi Sjálfstæðisflokksins
Loga Einarssyni formanni Samfylkingar dytti ekki í hug að mæta í ræðustól alþingis með landsfundarsamþykkt eigin flokks. Landsfundur Samfylkingar er saumaklúbbur fáeinna vinstrimanna.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er aftur um 1200 manna samkoma og samþykktir þar á bæ vega töluvert þyngra en samsuða saumaklúbbs.
Enda mætir formaður Samfylkingar með landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins en ekki Samfylkingar. Logi tekur að sér að auglýsa styrk Sjálfstæðisflokksins. Ekki slæmt dagsverk það, Logi.
![]() |
Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll blaðamaður er sérlega illa að sér og kann lítið að telja. Þessi fáviskulegi pistill staðfestir að Páll blaðamaður hefur ekki mætt á landsfundi Samfó síðan hann var formaður Samfylkingarfélagins á Seltjarnarnesi.
Jón Ingi Cæsarsson, 19.3.2018 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.