Launastefna lífeyrissjóða; velvild til forstjóra ekki launafólks

Allt frá hruni eru lífeyrissjóðir stórir, jafnvel stærstu, hluthafar í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins. Í krafti eignarhalds og fyrirferðar á hlutabréfamarkaði geta lífeyrissjóðir lagt línur í launastefnu stærstu fyrirtækja landsins.

Hvers vegna í ósköpunum hefur það ekki verið gert fyrir löngu?

Launamál eru engin geimvísindi. Það er hægt að mæla laun upp á krónu.

Er það kannski vegna þess að þeir sem stjórna lífeyrissjóðum finna til meiri samkenndar með forstjórum en launafólki?


mbl.is Allir fái sömu hækkun og forstjórinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er VR hluthafi í N1? Er það ekki bara lífeyrissjóðurinn?

Þorsteinn Siglaugsson, 16.3.2018 kl. 14:54

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Auðvitað er hægt að hafa launastefnu svona eins og það er ágætt að menn í ábyrgðarstöðum setji sér siðareglur!  En það virkar bara ekki. Þá fara menn bara að auka vægi sporslanna í launakjörunum. Þar fyrir utan þá eru þetta fyrirtæki í alls konar rekstri. Opinberum og einka sem óeðlilegt er að hafa afskipti af.

Eina ráðið sem virkar, er að taka þessi ofurlaun af forstjórunum í gegnum skattkerfið.

80% skatt á ofurlaun og málið dautt.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.3.2018 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband