Valdabarátta í verkó - um þægilega innivinnu

Vor í verkalýðshreyfingunni er orðið valdabarátta áður en snjóa leysir. Ekki aðeins nenna fáir að taka þátt, innan við tíu prósent þátttaka í VR-kosningunum, sem þó voru rafrænar, heldur voru uppreisnaröflin með lítið fylgi í fátæklegu þátttökunni.

ASÍ-félögin litu til grunnskólakennara sem róttæka aflsins í kjarabaráttunni. En sama dag og VR kosningunum lauk skrifuðu kennarar undir hófstilltan kjarasamning. Leiðtogi uppreisnaraflanna á þeim bæ, Ragnar Þór Pétursson, er kominn með þægilega innivinnu, sem formaður KÍ, og mestur byltingarmóðurinn rennur þar með af honum.

Vor í verkó ætlar að fara sömu leið og uppreisnin í stjórnmálakerfinu, þar sem Viðreisn og Björt framtíð eru við það að gefa upp öndina. Raunsæ pólitík, bæði í verkalýðshreyfingu og landsmálum, er heppilegri þegar engu þarf að bylta heldur bæta það sem gott er.


mbl.is Segir Ragnari Þór hafa mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband