Engin ókeypis umræða

Umræða, þegar eldhúsborðinu heima sleppir og sömuleiðis vinnustaðnum, er aldrei ókeypis. Það þarf að kaupa auglýsingapláss og sal fyrir fund, prenta bækling eða blað og þar fram eftir götunum, allt eftir vettvangi umræðunnar.

Nema, ef hún fer fram á netinu. Þar er umræðan ókeypis. Eða svo hélt fólk til skamms tíma.

En það er öðru nær en að netumræðan sé ókeypis. Þátttakendur í þeirri umræðu afsala sér persónuupplýsingum til netfyrirtækja sem fénýta þær, oftast í auglýsingaskyni.

Meint ,,ókeypis-umræða" á netinu kostar ekki aðeins afsal persónuupplýsinga heldur samþykkja þátttakendur stöðugt áreiti auglýsinga sem selja allt frá tannbursta til pólitískra samsæriskenninga.

Þannig virkar heimurinn nú um stundir.

 


mbl.is Skapari vefjarins harðorður í garð netrisanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband