Pútín-Trump samsærið er falsfrétt

Trump varð ekki forseti Bandaríkjanna vegna þess að Pútín Rússlandsforseti studdi hann. En Pútín-Trump samsæriskenningin gengur út á einmitt það.

Lee Smith rekur Pútín-Trump samsærið til frjálslyndrar elítu sem ekki gat afborið þá tilhugsun að Trump sigraði frambjóðanda elítunnar, Hillary Clinton, á bandarískum forsendum. Pútín hlýtur að bera ábyrgð kjöri Trump, búum til raðfréttir um það og þá trúir almenningur okkur, var viðkvæðið.

En það voru, óvart, ekki rússnesk nettröll sem leiddu bandaríska kjósendur inn í kjörklefann haustið 2016 og sögðu þeim að kjósa Trump. Forsetakjör Trump er niðurstaða bandarískra stjórnmála. Þegar hamfarir knýja dyra hjá trúarsamfélagi er það óðara skýrt með reiði guðs. Frjálslynda elítan á engan guð, aðeins djöfulinn. Og hann heitir Pútín.


mbl.is Segja engin tengsl milli Moskvu og Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Bíðum og sjáum hvað Robert Mueller segir.

Wilhelm Emilsson, 13.3.2018 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband