Fimmtudagur, 8. mars 2018
Sigríður tók stöðu með konum - fékk vanþakklæti og vantraust
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra breytti tillögu hæfisnefndar í landsréttarmálinu. Tillaga hæfisnefndar um skipan 15 dómara gerði ráð fyrir að konur yrðu 30 prósent dómara, eða 5.
Sigríður leiðrétti hlut kvenna, sjö konur urðu dómarar, en ekki 5.
Fékk Sigríður lof og prís? Neibb, vanþakklæti og vantraust.
Af átta dómurum er ein kona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta lið sem búið er að djöflast í Sigríði út af þessu máli eru handónýtir stjórnmálamenn og popúlistar út í fingurgóma og alveg með ólíkindum ef kjósendur gera ekki meiri kröfur stjórnmálafólks en þetta lið hefur hæfni til að uppfylla.
Hrossabrestur, 8.3.2018 kl. 12:19
Nú var það ekki dómarareynsla eins og hún sagði sjálf?
Eða fer það bara eftir því hvað hentar hverju sinni?
Jafnréttislög heimila aðeins að valið sé á grundvelli kyns milli jafn hæfra umskjenda en þau leyfa ekki að einhver sé tekinn fram yfir umsækjanda sem er metinn hæfari á grundvelli kyns.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.3.2018 kl. 13:20
Sigríður segir sjálf að hún hafi látið dómarareynslu skora hærra. Það vildi bara svo til að við það jókst hlutur kvenna. Það er hins vegar athygli vert hvað það fer fyrir brjóstið á jafnréttissinnunum.
Ragnhildur Kolka, 8.3.2018 kl. 13:31
Ekki fer það fyrir brjóstið á mér sem jafnréttissinna að jafnréttislög leyfi ekki jákvæða mismunun á grundvelli kyns heldur aðeins forgang fámennara kyns úr hópi umsækjenda sem eru metnir jafn hæfir.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.3.2018 kl. 13:35
Hæfur, jafn hæfur, hæfastur. Allt þetta fer á skrið þegar vægi eins þáttar er breytt í Excel skjalinu fræga. Hæfisnefndin gróf sjálf undan Excel aðferðafræðinni þegar hún lagði hana til hliðar við val á dómara í héraðsdóm. Af hverju lagði hún Excel-töfluna til hliðar? Svarið er hún hentaði ekki þeim sem hugur þeirra stóð til að velja.
Ragnhildur Kolka, 8.3.2018 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.