Stjórnmál, samkeppni um frásögn

Stjórnmál eru að stórum hluta samkeppni um hvaða frásögn verði ofaná. Þess vegna er samstarf stjórnmálaflokka og fjölmiðla miðlægt. Fjölmiðlar búa til fréttafrásagnir, velja staðreyndir og túlka þær, úr hráefni sem þeim er skaffað.

Vantraust á dómsmálaráðherra var frá upphafi barátta um frásögn. Vinstriflokkarnir í samstarfi við ráðandi öfl í stétt dómara/lögfræðinga bjuggu til þá frásögn að dómsmálaráðherra hefði, með því að hnika til huglægu mati dómnefndar á umsækjendum um embætti í landsrétt, stefnt réttarríkinu í voða. Einbeittir vinstrifjölmiðlar, RÚV, Stundin og Kjarninn, studdu frásögnina með völdum fréttum.

Aðrar frásagnir, t.d. að dómsmálaráðherra leiðrétti kynjahalla dómnefndar og gerði dómarareynslu hærra undir höfði en nefndin, voru kaffærðar. Það tókst sökum þess að vinstriflokkarnir eru með einbeitta fjölmiðla á sínum snærum á meðan hægrimenn hafa enga slíka.

 


mbl.is Leið í leikjafræði gagnvart ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband