Logi: Vinstri grænir eru asnar

Logi Einarsson formaður Samfylkingar heldur áfram að gera það gott, hvort heldur innan og utan kjörklefans, í ræðustól alþingis eða úti á mörkinni.

Nú heitir það að Vinstri grænir séu asnar að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum.

Málsnilli Loga verður seint ofmetin.


mbl.is Boðar baráttu um Ísland næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Öllum tilfinningum hans lýstur saman í andránni sem horfum á,ann. Ég hef raunar einusinni séð hann kveinka sér og klökkna vegna  fátækra íslenskra barna,sem stjórnvöld hirtu ekkert um að hjálpa,að hans sögn. Það hljómaði ekki sannfærandi í mínum eyrum,þótt ætli ekki að hann sé vondur maður.En stór er hann kannski stærri en flokkurinn hans er núna og greinilega tilbúinn í nýja embættið,takast á og klappa köttum í hægindum milli átaka.

Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2018 kl. 18:37

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Öllum neikvæðum tilfinningum, Helga. Neikvæðum!

Þorsteinn Siglaugsson, 3.3.2018 kl. 20:19

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á mynd með grein um landsfundinn á mbl má sjá skelfingar og vonleysissvip Jóhönnu og annarra á meðan Logi lopatrefill delerar í pontu fullur sannfæringar um ágæti sitt. Hástigsorðin fljúga eins og öfugmælavísur um salinn og fólk drúpir höfði ofan í pappaglösin með kranavatninu. Allt ber vitni um öreiga til anda og lífs. Jafnvel bensinstöðvarrósirnar í sultukrukkunni eru jafn niðurlútar og vonleysislegar og viðstaddir.

Það er fámennt og ef ég vissi ekki betur, þá hefði ég haldið að þarna væri félagsfundur fluguhnýtingafélags Borðeyrar.

Ekki að undra að herkall Jöhönnu sé: "Nú er tækifærið!"

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2018 kl. 21:24

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Steinar góður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.3.2018 kl. 22:11

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jákvæð ég ræð því, Jón Steinar alltaf góður,en ég sá Jóhönnu í fréttatímanum ekki beint jákvæð í hvatningu sinni til félagsfundar flugu...... 

Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2018 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband