Sérfræðingar gegn sósíalisma VR

Sósíalismi svífur yfir vötnum verkalýðshreyfingarinnar og VR er miðstöðin. Herskáar yfirlýsingar VR fá ekki hljómgrunn hjá félagsmönnum sem starfa sem sérfræðingar, ef marka má orð Ólafs Níelsen.

Ólafur er framkvæmdastjóri í 30 manna nýsköpunarfyrirtæki, Kolibri. Hann skrifar

Fyrir þremur árum ætlaði VR að fara í verkfall. Í einfeldni okkar héldum við að það gæti ekki verið að það myndi ná til okkar starfsmanna en þannig virka víst verkföllin. Starfsmenn Kolibri sem voru í VR stigu forviða fram og spurðu hvort ekki væri hægt að komast framhjá þessu því þeir hefðu engan áhuga á að fara í verkfall. Einhverjir sögðu sig úr félaginu eftir að kjarasamningar náðust en fólk heldur svo bara áfram að vinna og hættir að pæla í þessu.

En nú á aftur að draga fram fallbyssuna. Á sama tíma hefur kaupmáttur aldrei vaxið meira og við eygjum von um að hér myndist stöðugleiki til lengri tíma. Fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi. Samkeppnishæfara Ísland. Því verður að segjast að forysta VR gengur fram af ótrúlegu ábyrgðarleysi.

Fyrir hverja starfar VR?


mbl.is Veikir hreyfinguna gríðarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband