Mánudagur, 26. febrúar 2018
Fjölmenningin í fangelsi
Í nafni fjölmenningar búa sum svæði í Danmörku við lögleysu, þar sem dönsk lög eru virt að vettugi. Nú skal gert átak að færa svæðin undir dönsk lög, t.a.m. með því að gera afbrot á fjölmenningarsvæðum að bera þyngri refsingu en sambærileg brot annars staðar í Danmörku.
Hvað segja talsmenn fjölmenningarinnar? Jú, þetta samkvæmt fréttinni:
Muhammed Aslam, formaður hverfissamtaka Mjølnerparken á Nørrebro í Kaupmannahöfn, segir tillöguna gefa í skyn að ekki séu allir jafnir gagnvart lögunum. Það á greinilega að vera A-deild og B- deild í okkar þjóðfélagi, segir Aslam en að hans mati sé um árás í garð hverfanna að ræða.
Fjölmenningarsinnar vilja einstefnu þar sem fjölmenningin ræðst á lögin og yfirvöld en þegar ríkisstjórnir vilja taka í taumana er það kallað árás á jafnrétti.
Vilja þyngja refsingu fyrir brot í gettóum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hættum að tala um fjölmenningu;
en tölum frekar um öll þau vandamál sem að fylgja múslimum
og hættum að veita þeim íslanskan ríkisborgararétt.
Jón Þórhallsson, 26.2.2018 kl. 11:09
Þetta er illskyljanlegt. Ef lagabrot múslima eru svona mikil og algeng, hvers vegna dugar ekki að beita sömu refsingum við þeim eins og hjá öðrum?
Ómar Ragnarsson, 26.2.2018 kl. 11:09
Öll ghettó hafa sínar eigin reglur og lög á skjön við samfélagið - það er þessvegna sem þau eru kölluð "gettó". Gildir einu hvort þar ráða glæpaklíkur eða trúarfasistar.
Kolbrún Hilmars, 26.2.2018 kl. 14:12
Illskiljanlegt? Enginn sagði neitt um Múhameðstrú. Staðreyndin er að þetta varðar ekki Múhameðstrú, heldur löglega og ólöglega innflytjendur, t.d. frá Múhameðstrúarlöndum. U.þ.b. helmingur ungra löglegra og ólöglegra innflytjenda (karlamanna) frá Marokkó í Hollandi hafa sannanlega gerst brotlegir við hegningarlög. Hvað veldur er ekki auðvelt að greina. Alla vega er það ekki fylgisspekt við Kristindóm.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 26.2.2018 kl. 17:37
Í þessum nýju lögum verða hverfi skilgreint sem gettó þar sem atvinnuleysi, menntunarleysi og tekjuleysi fara fram úr ákveðnum mörkum.
Ef svona lög hefðu gilt hér, hefði það hugsanelga verið í braggahverfunum og í nágrenni Höfðaborgarinnar, Pólanna og Bjarnaborgarinnar.
Sjálfur ólst ég upp í nokkur ár í Samtúni, þar sem Höfðaborgin og léleg hús voru hinum megin við götuna.
Ef foreldrar Sæma rokk og mínir hefðu gert eitthvað refsivert, algerlega sambærileg afbrot, hefðu foreldrar Sæma líklega hlotið tvöfalt þyngri refsingu en foreldrar mínir, ef nýju dönsku lögin, sem ég sé að margir hér heima eru hrifnir af, hefðu gilt þá.
Ómar Ragnarsson, 26.2.2018 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.