Hamingjan er aukaafurð

Enginn er hamingjusamur fyrir hádegi en óhamingjusamur eftir hádegi. Nema, auðvitað, viðkomandi verði fyrir hræðilegri lífsreynslu milli tólf og eitt. Hamingja er ekki dagspartur af vellíðan.

Sá sem sækist eftir hamingjunni mun ekki höndla hana. Eðli hamingjunnar er að hún fæst ekki með eftirsókn eftir henni. Og enginn gerir annan hamingjusaman; hún verður til innra með einstaklingnum.

Hamingjan er aukaafurð sem verður til þegar einstaklingurinn er vinnur að öðrum verðugum markmiðum, eins og að standa sig í námi eða vinnu eða í fjölskyldu sinni og samfélagi.


mbl.is Hvernig verðurðu hamingjusamari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er viss um að þetta hefur verið sagt einhvers staðar áður, en - við finnum ekki hamingjuna hún finnur okkur.

Ragnhildur Kolka, 25.2.2018 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband