Karlmennska, vælukjóar og morð

Karlmennska er í skotlínunni eftir síðustu skotárásina í bandarískum unglingaskóla. Í New York Times er grein sem grætur týnda kynslóð karla án þess að nefna ofverndunaráráttu síðustu áratuga og þátt hennar í að ala upp hjárænur.

Heldur raunsærri er greining byggð á boðskap Jordan Peterson, sem kennir ungum körlum að hysja upp um sig brækurnar, hætta að kenna öðrum um ófarir sínar, betrumbæta líf sitt en bíða ekki eftir ölmusu.

Huglausu morðingjarnir í bandarískum skólum, og Breivik í Útey, eru iðulega vesalingar sem vonast til að geta sér nafn með illvirkjum. Þeir eru karlkyns en ekki karlmenn.


mbl.is „Krakkarnir eru það sem hefur breyst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hallelúja!!!

Ragnhildur Kolka, 24.2.2018 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband