Laugardagur, 24. febrúar 2018
Karlmennska, vælukjóar og morð
Karlmennska er í skotlínunni eftir síðustu skotárásina í bandarískum unglingaskóla. Í New York Times er grein sem grætur týnda kynslóð karla án þess að nefna ofverndunaráráttu síðustu áratuga og þátt hennar í að ala upp hjárænur.
Heldur raunsærri er greining byggð á boðskap Jordan Peterson, sem kennir ungum körlum að hysja upp um sig brækurnar, hætta að kenna öðrum um ófarir sínar, betrumbæta líf sitt en bíða ekki eftir ölmusu.
Huglausu morðingjarnir í bandarískum skólum, og Breivik í Útey, eru iðulega vesalingar sem vonast til að geta sér nafn með illvirkjum. Þeir eru karlkyns en ekki karlmenn.
Krakkarnir eru það sem hefur breyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hallelúja!!!
Ragnhildur Kolka, 24.2.2018 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.