Þriðjudagur, 20. febrúar 2018
Akstur þingmanna, símtöl þeirra og ferðalög
Almenningur á vitanlega að fylgjast með þingmönnum í rauntíma. Hvar þeir eru og hverja þeir hitta; fá aðgang að sím- og tölvunotkun þjóna almennings. Og - auðvitað - ferðalögum.
Píratar eru sérstaklega áhugasamir um persónueftirlitið. Þeir hljóta að ríða að vaðið og setja sjálfir á sig ökklaband í þágu gegnsæis.
Fyrirséður prófíll á dæmigerðum Pírata: tölvuleikir um nætur, símtal við styrktarsjóði George Soros um hádegi, síðdegisrölt um kaffihús í hverfi 101. Akstur utan höfuðborgarinnar er Reykjanesbraut á leið í flugvél til útlanda á kostnað skattgreiðenda.
Allt um aksturskostnað á nýjum vef | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Píratar hafa sem sagt aldrei átt þingmenn á landsbyggðinni.
Þorsteinn Briem, 20.2.2018 kl. 11:13
Maður bjóst nú við meiri ferskleika þegar Píratar settust á þing. Reyndin er að þeir eru örgustu smásmugur. Vinstriflokkur í leit að heimsósóma.
Ragnhildur Kolka, 20.2.2018 kl. 11:16
Undirritaður hefur búið í öllum kjördæmum landsins en hefur aldrei verið í Sjálfstæðisflokknum eða Framsóknarflokknum.
Þorsteinn Briem, 20.2.2018 kl. 11:18
Mörlenskir hægrimenn vilja helst starfa hjá ríkinu, til að mynda Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, og þeir kunna að mjólka ríkiskúna.
23.8.2007:
"Páll Magnússon útvarpsstjóri ekur um á rúmlega níu milljóna króna Audi Q7 drossíu.
Bílinn tók hann á rekstrarleigu í apríl á síðasta ári. Eftir að Ríkisútvarpinu var breytt í hlutafélag yfirtók fyrirtækið skuldbindingar vegna bílsins og greiðir 202 þúsund krónur á mánuði, miðað við tveggja ára rekstrarleigu."
Þorsteinn Briem, 20.2.2018 kl. 11:20
Í engu öðru póstnúmeri á landinu er aflað meiri erlends gjaldeyris en 101 Reykjavík.
Undirritaður hefur búið í póstnúmerinu 101 Reykjavík en aldrei drakk ég meira kaffi en þegar ég bjó í áratug í norðlenskum afdal, þar sem íbúarnir lifðu að mestu leyti á skattgreiðslum frá höfuðborgarsvæðinu, þar sem langflestir skattgreiðendur og neytendur búa.
Erlendir ferðamenn fara nær allir í miðbæ Reykjavíkur og langflestir þeirra gista á hótelum og gistiheimilum vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.
En sumir halda að Kópavogur sé þungamiðja höfuðborgarsvæðisins, enda þótt einungis um þriðjungur íbúa svæðisins búi sunnan Reykjavíkur og hlutfallslega meira sé byggt í Mosfellsbæ en Kópavogi.
Vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík eru þrír háskólar með meira 20 þúsund nemendur og kennara.
Hversu margir háskólar eru í Kópavogi?!
Gamla höfnin í Reykjavík er langstærsta fiskihöfn Íslands og þar er HB Grandi, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, ásamt fjölmörgum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum.
Hversu miklum fiski er landað í Kópavogi og er Sundahöfn, langstærsta inn- og útflutningshöfn Íslands, þar sem langflest erlend skemmtiferðaskip leggjast að bryggju, í Kópavogi?!
Og er Landspítalinn, stærsti vinnustaður Íslands með um fimm þúsund starfsmenn, í Kópavogi?!
Er Hallgrímskirkja, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, í Kópavogi?!
Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi, um 70% þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og þar eru langflest hótel, gistiheimili og veitingastaðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.
Og þar verður að sjálfsögðu haldið áfram að fjölga hótelum, gistiheimilum og veitingastöðum vegna þess að erlendir ferðamenn hafa mun meiri áhuga á að gista þar en til að mynda í Kópavogi.
Laugavegurinn, Hverfisgata, Skólavörðustígurinn, Lækjargata, Austurvöllur, Alþingi og stjórnarráðsbyggingar eru í Reykjavík en ekki Kópavogi og miðbærinn í Reykjavík er við Gömlu höfnina en ekki til að mynda í Kringlunni.
Við Laugaveginn einan starfa fleiri en í Kringlunni og Smáralind í Kópavogi samanlagt.
Þorsteinn Briem, 20.2.2018 kl. 11:26
Þegar Páll Vilhjálmsson, Björn Bjarnason og Davíð Oddsson sameinast í ómálefnalegri gagnrýni á Pírata , er það merki um að Píratar eru að gera þeim órótt. Píratar hafa frá fyrstu tíð talað einarðlega fyrir gagnsæi og bættu siðferði í stjórnmálum og það hefur valdið þeim pólitíska óróa sem hér ríkir.
Gamla spillta valdið riðar til falls þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir valdaelítunnar til að gera lítið úr þeim sem tala fyrir bættu siðferði, ábyrgð og að almannahagsmunir ráði í stað sérhagsmuna.
Stjórnmálamennirnir eru að rumska en varðhundar flokkseigendafélags Sjálfstæðisflokksins gjamma enn óbundnir inni í baðstofu. Mig grunar að gjammið auki frekar fylgi við skoðanir Pírata heldur en að það skaði þá. Svo endilega, Páll og Björn og Davíð, haldið áfram skítkastinu úr haughúsi hræðslunnar. Ragnhildur Kolka þarf nú sinn daglega skammt hvað sem öllu öðru líður
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.2.2018 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.