Laugardagur, 17. febrúar 2018
Menntun, einstaklingur og atvinna
Um langan aldur menntaði fólk sig til starfa. Eftirspurn var eftir háskólamenntuðu fólki, ekki síst hjá hinu opinbera. Þeir sem gengu menntaveginn gátu vænst starfa við hæfi. Sú tíð er liðin.
Tvær breytur skýra að stórum hluta atvinnuleysi háskólamenntaðra. Í fyrsta lagi er framboðið meira en eftirspurn. Í öðru lagi er þróun atvinnulífsins, opinberi geirinn meðtalin, ófyrirséðari en áður.
Eftir því sem aðskilnaðurinn milli skólagöngu og atvinnu verður skýrari verður brýnna en áður að skilja menntun þannig hún er ekki í þágu atvinnulífsins heldur einstaklingsins. Samfélagið býður ungu fólki upp á menntun til að það fái tækifæri til að þroska sig en ekki verða tannhjól í gangverki atvinnulífsins.
BHM lengi bent á tölur um atvinnuleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Háskólamenntaður maður, til að mynda hagfræðingur, getur fengið starf í til að mynda ferðaþjónustunni hér á Íslandi, enda þótt það þarfnist ekki hagfræðikunnáttu, en ómenntaður maður getur ekki fengið starf sem hagfræðingur.
Þannig eru atvinnumöguleikar háskólamenntaðra manna yfirleitt meiri en ómenntaðra.
Sumir hafa bæði háskólamenntun og iðnmenntun og vinna í hátæknifyrirtækjum.
Þorsteinn Briem, 17.2.2018 kl. 12:45
Skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar á Vatnsmýrarsvæðinu var nýlega reist stórhýsi og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen, þar sem um 200 manns starfa, flestir háskólamenntaðir.
Þorsteinn Briem, 17.2.2018 kl. 13:01
Það er hárrétt að það er, og á að vera, aðskilnaður milli menntunar og þjálfunar fyrir tiltekin störf. Menntun hefur á undanförnum áratugum vikið fyrir starfsþjálfun og miklu af því sem ekki telst nauðsynlegt fyrir atvinnulífið hefur verið vikið til hliðar.
Eins og þú bendir réttilega á verður þróun atvinnulífsins sífellt ófyrirsjáanlegri. Kannski verður þróunin sú að starfsþjálfunin færist í auknum mæli út úr háskólunum og annað hvort til fyrirtækjanna sjálfra eða sérhæfðra þjálfunarfyrirtækja. Háskólarnir verða þá kannski aftur menntastofnanir, þ.e. ef þeim tekst að brjótast úr gíslingu þeirra sem nú berjast af krafti gegn frjálsum akademískum skoðanaskiptum og hefur því miður orðið talsvert ágengt.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.2.2018 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.