Föstudagur, 16. febrúar 2018
Gervigrasrót fjölmiðla og samfélagsmiðla
Gervigrasrót er það kallað þegar fjölmiðlar í slagtogi með samfélagsmiðlum draga upp þá mynd að almenningur, grasrótin, sé fylgjandi eða mótfallin einhverju dægurmáli. Orðfærið ,,bloggheimar loga" er gjarnan notað þegar vel tekst til með hönnun gervigrasrótar.
Hönnun gervigrasrótar er heimilisiðnaður vinstrimanna á Íslandi. Fjölmiðlar á þeirra vegum, t.d. Stundin, RÚV og Kjarninn fleyta málum inn í umræðuna, vinstrigrasrótin á bloggi og samfélagsmiðlum tekur við og magnar upp málið. Fjölmiðlar taka við boltanum og greina frá: bloggheimar loga.
Í Bandaríkjunum er hönnun gervigrasrótar stóriðnaður og er þar kölluð ,,astroturf." Sharyl Attkisson blaðamaður gerir grein fyrir helstu vinnubrögðunum við hönnunina. Lýsingar hennar ríma prýðilega við vinnubrögð vinstrimanna á Fróni.
Athugasemdir
Fluttur blaðamaður sem lenti í miklum hrakningum við rannsókn á málinu.
Ragnhildur Kolka, 16.2.2018 kl. 11:35
Flottur blaðamaður átti það að vera.
Ragnhildur Kolka, 16.2.2018 kl. 11:36
Mér sýnist nú þetta hægriöfgarugl þitt sífellt standa í björtu báli.
Á gervigrasi.
Þorsteinn Briem, 16.2.2018 kl. 12:14
Þegar "bloggheimar loga" þá er nær einvörðungu vitnað í munnsöfnuð þriggja manna. Illuga Jök, Gunnars Smára og Jónasar Kristjáns. Þegar þeir bresta í tourettekast yfir einhverju einskisverðu þá kallast það að "bloggheimar logi". Stærri eru nú "bloggheimar" ekkI samkvæmt skeiniblöðum landsins. :D
Jón Steinar Ragnarsson, 16.2.2018 kl. 13:49
"Bloggheimar" loga þegar samvisku hins venjulega manns er misboðið! Þeir sem oftast kveikja eldana eru hins vegar fáir eins og bent er á. En það gefur mönnum ekki leyfi til að gera lítið úr grasrótinni og kalla hana gervigrasrót.
Illugi Jökulsson, Hallgrímur Helgason og Jónas Kristjánsson eiga það allir sameiginlegt að "kveikja" í mönnum og þaðan er orðasambandið komið, "að bloggheimar logi", giska ég á.
Þau áhrif sem Páll og aðrir afturhalds og hræðsluáróðursmenn menn valda, eru hins vegar meira í ætt við hatur, fordóma og hræðslu. Þar fer fremstur Hannes Hólmsteinn og þá Björn Bjarnason, Páll Vilhjálmsson og Brynjar Níelsson.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.2.2018 kl. 15:05
Jóhannes Laxdal gerir mér of hátt undir höfði. Ég ætti augljóslega að vera síðastur í upptalningunni.
Páll Vilhjálmsson, 16.2.2018 kl. 16:32
Röðin skiptir ekki máli. Ég nefndi bara þá sem helst tala máli afturhalds og íhaldssemi í umræðunni á netinu. Í raun held ég ekki að þú sért slæmur maður Páll, en pistlarnir tala sínu máli, hvort sem þeir eru innblásnir eða samkvæmt pöntun
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.2.2018 kl. 17:04
Takk, Jóhannes Laxdal, mér þykir líka vænt um þig - þótt ég sé iðulega ósammála því sem þú segir.
Páll Vilhjálmsson, 16.2.2018 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.