Fimmtudagur, 15. febrúar 2018
Tvö mál sýna íslensk stjórnmál eðlileg á ný
Brottvísun Eyþórs Arnalds úr Höfða annars vegar og hins vegar ökustyrkir Ásmundar Friðrikssonar sýna að eðlilegt ástand stjórnmála er óðum að myndast á ný.
Eftir hrun var tekist á um meginmál, ESB-aðild og stjórnarskrá. Í meginmálum verða menn hatrammir, framtíð lýðveldisins er í húfi.
Núna rífumst við um tittlingaskít, hver situr hvar og hvað á að rukka fyrir akstur þingmanns. Þessi þróun er jákvæð. Hún sýnir að meginmál samfélagsins eru í lagi. Þjarkið er um smámuni.
Sætaskipan var ekki niðurnjörvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þingið í fríi og engir kettir fastir uppi tré.
Ragnhildur Kolka, 15.2.2018 kl. 16:32
17.8.2015:
"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 15.2.2018 kl. 16:35
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 15.2.2018 kl. 16:36
Sjálfstæðisflokkurinn telur það eðlileg stjórnmál að taka ýmist ekki mark á þjóðaratkvæðagreiðslu eða lofa að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin og standa svo ekki við það, enda er flokkurinn skíthræddur við niðurstöðuna.
Þorsteinn Briem, 15.2.2018 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.