Fimmtudagur, 8. febrúar 2018
Píratar ala á pólitísku hatri
Landsdómurinn yfir Geir H. Haarde var pólitískar ofsóknir, einelti þar einn bakari var hengdur fyrir marga smiði. Píratar óska sér fleiri landsdóma til að ofsækja pólitíska andstæðinga.
Pólitísk ábyrgð felst í því að stjórnmálamenn leggja verk sín reglulega fyrir dóm kjósenda. Það er gagnvart kjósendum sem stjórnmálamenn eru ábyrgir fyrst og fremst.
Píratar, á hinn bóginn, sækjast eftir valdatækjum - landsdómi - til að þjóna lund sinni, sem er að ala á pólitísku hatri.
Enginn vilji til að nýta landsdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var sakfelldur af Landsdómi, til að mynda hæstaréttardómurum, fyrir brot á stjórnarskránni.
Og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ætti að sjálfsögðu ekki að þurfa að segja lögfræðingnum Bjarna Benediktssyni að breyta þurfi stjórnarskránni til að hægt sé að leggja niður Landsdóm.
En öfgahægrikarlar vilja ekki breyta stjórnarskránni og finnst hún æðisleg, enda þótt þeir botni sjálfir ekkert í henni.
"Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur rétt að "setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.""
"14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."
Stjórnarskrá Íslands
Lög um Landsdóm nr. 3/1963
Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963
Þorsteinn Briem, 8.2.2018 kl. 12:07
12.4.2010:
"Landsdómur verður kallaður saman í fyrsta sinn.
Ákærðir verða Geir H. Haarde sem þáverandi forsætisráðherra, Árni M. Mathiesen sem fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson sem viðskipta- og bankamálaráðherra.
Í Landsdómi sitja fimm hæstaréttardómarar, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands og átta einstaklingar sem Alþingi kýs."
Kosning Alþingis í Landsdóm 11. maí 2005:
"Kosning átta manna í landsdóm og jafnmargra varamanna til sex ára, skv. 2. gr. laga nr. 3 19. febrúar 1963, um landsdóm.
Aðalmenn: Linda Rós Michaelsdóttir kennari, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir fyrrv. borgarfulltrúi, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Fannar Jónasson viðskiptafræðingur, Hlöðver Kjartansson lögmaður, Dögg Pálsdóttir hrl., Brynhildur Flóvenz lögfræðingur."
Þorsteinn Briem, 8.2.2018 kl. 12:13
Sæll
Líklega hefur aldrei verið framið jafn alvarlegt brot gegn Alþingi og uppsetning njósnatölvu innan veggja þingsins. Málið hlaut litla umfjöllun og takmarkaða, ef nokkra, rannsókn. Hvar voru málsvarar laganna þá?
Hvergi á byggðu bóli hefði þetta verið látið viðgangast.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 8.2.2018 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.