Litli stóri vinstriflokkurinn - til hamingju með afmælið

Vinstri grænir voru stofnaðir upp úr þeim hluta Alþýðubandalagsins sem ekki taldi æskilegt að ganga í Samfylkinguna um aldamótin. Margir í Samfylkingunni, Össur Skarphéðinsson, fyrrum alþýðubandalagsmaður þar fremstur meðal jafninga, vildu alls ekki Steingrím J., Ögmund, Hjörleif Gutt., Ragnar Arnalds og þá félaga inn í Samfó.

Í huga samfylkingarmanna áttu Vinstri grænir að vera smáflokkur með tíu prósent fylgi. Samfylking skyldi verða 30 prósent flokkur - ,,hinn turninn" í íslenskum stjórnmálum.

Vinstri grænir tóku stjórnmál alvarlega, líkt og Alþýðubandalagið forðum daga. Samfylkingin varð aftur pólitískur glaumgosaflokkur sem ók seglum eftir vindi. Og hann blés frá Brussel.

Á 20 ára afmæli eru Vinstri grænir traust stjórnmálaafl sem jafnt og þétt treystir stöðu sína sem kjölfesta íslenskra vinstristjórnmála. 

Til hamingju með afmælið, Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Lifið heil.


mbl.is Hefur söguritun fyrir 20 ára afmæli VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband