Krónan með rothögg á Samfylkinguna

Samfylkingin í heilu lagi, bæði fyrir og eftir hrun, fordæmdi krónuna. Eftir hrun sagði forysta Samfylkingar að krónan færi ekki úr höftum næstu mannsaldra.

En fljótlega eftir hrun sýndi krónan sig að vera hvað stöðugasti gjaldmiðill í heimi.

Einn af fáum heilbrigðu gjaldmiðlum í Evrópu býr krónan við eðlilega stýrivexti. Flestir aðrir gjaldmiðlar í álfunni, evran sérstaklega, búa við kreppuástand og núllvexti ef ekki mínusvexti.

Mun Samfylkingin biðja krónuna og þjóðina afsökunar á stanslausum fúkyrðaflaumi alla þessa öld? Líklega ekki. Samfylkingin er ekki nógu stór í sniðum að viðurkenna mistök.


mbl.is Krónan aftur á lista Seðlabanka Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú er óhóflega sterk króna að valda því, ásamt öðru, að íslensk framleiðslufyrirtæki þurfa að draga saman seglin. Sveiflur krónunnar gagnvart gjaldmiðlum viðskiptalanda okkar gera að verkum að erfitt er að reka slík fyrirtæki hér enda kallar slíkur rekstur á stöðugleika eigi að vera hægt að fjárfesta í framleiðslutækjum sem eru mörg ár að borga sig upp. Þetta er í hnotkskurn vandinn við krónuna.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.2.2018 kl. 16:34

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Úr frétt á mbl.is um uppsagnir í Odda

"„Und­an­far­in ár hef­ur orðið hröð nei­kvæð þróun á starfs­um­hverfi ís­lenskra fram­leiðslu­fyr­ir­tækja, sem m.a. má rekja til þess að sterkt gengi ís­lensku krón­unn­ar og launa­hækk­an­ir langt um­fram það sem þekk­ist í sam­keppn­islönd­um hafa veikt mjög sam­keppn­is­stöðu inn­lendr­ar fram­leiðslu. Oddi hef­ur ekki farið var­hluta af þeirri þróun og mikið um­bót­astarf hef­ur þegar verið unnið inn­an fyr­ir­tæk­is­ins til að bregðast við breytt­um aðstæðum.“

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.2.2018 kl. 16:43

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sælir

Þetta er vandi gjaldmiðlanna, sjá gengi dollars gagnvart evru undanfarin tíu ár. Vandi evrunnar er aftur á móti að viðskiptajöfnuður Þýzkalands er jafn neikvæðum jöfnuði allra annarra evruríkja (stórt séð). Þannig eignast Þýzkaland auðvitað jafnt og þétt meiri eignir í öðrum löndum Evrópu.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 2.2.2018 kl. 16:49

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"óhóflega sterk króna" ???

Þegar gengi dollars og evru hækkaði gagnvart krónu árið 2008 var það notað til að gagnrýna krónuna (eins og pappírsmiðar og málmskífur geti borið ábyrgð á einhverju, svo fáránlegur sem sá málflutningur er).

Nú hefur gengi dollars og evru lækkað aftur og þá er það líka notað til að gagnrýna krónuna.

Gætu gagnrýnendur krónunnar vinsamlegast ákveðið sig hvað þeir raunverulega vilja? Eða að öðrum kosti hætt þessum endalausa tvískunnungi!

Guðmundur Ásgeirsson, 2.2.2018 kl. 19:35

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fátt við þessum pistli að segja annað en höfundur ætti að fara í að kynna sér málin áður en hann hoppar fram á ritvöllinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.2.2018 kl. 20:17

6 Smámynd: Aztec

Það sem Samfylkingingin átti við eftir hrunið 2008 var þetta:

1. Eftir að vinstristjórn yrði komið á, myndi sú stjórn beita sér fyrir því með klóm og kjafti, að krónan færi aldrei úr höftum til að greiða veginn fyrir innleiðingu evrunnar í sambandi við inngöngu Íslands í Fjórða ríkið.

2. Vinstristjórnin yrði við stjórnvölinn næstu mannsaldra. Sem er auðvitað fásinna. Því að eftir inngöngu í ESB yrðu framkvæmdastjórn ESB við stjórnvölinn á Íslandi næstu mannsaldrana.

Raunin varð önnur. Afturhaldsstjórn Jóhönnu og Steingríms, sem gerði allt til að viðhalda kreppunni (ekki bara höftunum, heldur lömun þjóðfélagsins í heild) var hent á haugana og þremur árum eftir að hægristjórn tekur við er höftunum aflétt.

Ég er viss um að Jón Ingi, innmúraður krati, fyllist reiði í hvert skipti sem hann gengur inn í banka á Akureyri og sér gjaldeyrishraðbankana, sem voru ógerningur að ímynda sé meðan ógæfustjórn Jóhönnu og Steingríms var við lýði.

Aztec, 2.2.2018 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband