Föstudagur, 2. febrúar 2018
Fitufordómar í fótbolta
Fokið er í flest skjól. Blessaðir drengirnir sem leika sér í fótbolta milljónum til skemmtunar mega ekki bera örðu af spiki án þess að fá á sig skammir.
Ekki einu sinni hómerísk sigurkollspyrna Virgils frá Dýki bjargar honum frá einelti þar sem einangrun beinagrindar er sögð í þykkara lagi.
Endar þetta ekki með því að fótboltastrákarnir fái útlit eins og heróínfíklar, ekkert nema skinn og bein?
Þarf að losa sig við nokkur kíló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei meistari; Þeir verða alltaf stæltari heldur en heróínfíklar þótt þeir noti sömu stærð af jakkafötum. Álitsgjafar í beinni á stóru miðlunum skýra oftast fyrir áhorfendum hvað leikmenn og þjálfarar hefðu átt að gera á leikvellinum,nokkuð sem "nýjum" áhorfendum finnst gott að heyra. Hjón sem eru nýlega farin að horfa á enska boltann hafa hringt í mig m.a.til að úrskurða um hvort ákveðið atvik í fótboltanum kallast "að tækla,eða pækla" þau voru ekki sammála um það.
Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2018 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.