Fimmtudagur, 1. febrúar 2018
Tvöfalt líf
Snjalltæki og samfélagsmiðlar gefa kost á tvöföldu lífi. Allir eiga sitt raunverulega líf, þetta sem fólk byrjar á morgnana og gengur yfirleitt fyrir sig með hversdagslegum hætti.
Til viðbótar kemur lífið á samfélagsmiðlum, sem er brotakenndara enda sett saman af augnablikum með ljósmyndum, stöðufærslum og lækum. Það er enginn morgunn á samfélagsmiðlum þar sem fólk vaknar til að byrja nýjan dag. Lífið á samfélagsmiðlum tekur sér aldrei hvíld, þar er stöðugt áreiti allan sólarhringinn alla daga ársins.
Ungt fólk með sjálfsmynd sína í mótun verður eðlilega fyrir meiri áhrifum af lífinu á samfélagsmiðlum en þeir sem eldri eru. Fólk lærir inn á sig sjálft með samanburði við aðra. Ef samanburðurinn verður á milli hversdagslífsins annars vegar og hins vegar samfélagsmiðlalífs er hætt við að ranghugmyndir komist á kreik, bæði um eigið líf og annarra.
Þurfum við læk til að líða vel? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sorglega margir lifa fyrir " LÆKIN " og þekkja sjálfa sig samkvæmt þeim !
rhansen, 1.2.2018 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.