Guðmundur Andri og karlaveldið

Tillaga hæfisnefndar um skipan 15 dómara í landsrétt gerði ráð fyrir að konur yrðu 30 prósent dómara, eða 5. Eftir samráð við formenn flokka breytti dómsmálaráðherra kynjahlutföllunum þannig að þau urðu jafnari, sjö konur urðu dómarar.

Guðmundur Andri þingmaður Samfylkingar finnst óhæfa af dómsmálaráðherra að jafna hlut kvenna við landsrétt.

Hann kennir jafnræði kynjanna við ,,geðþótta, valda­sýki og frænd- og vina­hygli."

Og hver skyldi bera ábyrgð á þeim ósköpum? Jú, sjálft alþingi sem samþykkti jafnari hlut kynjanna við val á dómurum í landsrétt.


mbl.is „Fokið í flest skjól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sigríður á eftir að standa með pálmann í höndunum þegar þessari fíflalegu aðför ómerkinga á borð við Guðmund Andra Thorsson verður um garð gengin. 

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2018 kl. 22:10

2 Smámynd: Haukur Árnason

Er ekki bara gott að þetta haldi eitthvað áfram. Því lengur sem þessi vitleysa varir, því meir fækkar stuðningsfólki Samfylkingar og Pírata, veit ekki alveg um VG.

Haukur Árnason, 31.1.2018 kl. 22:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Akkurat drengir! Það er eins og við manninn mælt allt er gert svo skelfilegt í gagnrýni Samfó & co á vali dómsmálaráðherra  dómara í landsrétti eins og hennar vald býður og þeir hafa ekkert með þá réðningu að gera. Tækifæri þeirra er runnið út í sandinn þar sem heimskur maður byggir hús; Það kemur varla aftur með svona fíflalegri aðför sem almenningur hefur fengið nóg af. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2018 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband