Samfylking: útlendingar stela frá Íslendingum

Fyrrum formaður Samfylkingar, Oddný G. Harðardóttir, segir útlendinga stela frá Íslendingum launum og réttindum. Stuldurinn felist í félagslegum undirboðum, þar sem útlendingar undirbjóða Íslendinga, sætti sig við lægri laun og lélegri kjör.

Stuldurinn fer einkum fram í þeim atvinnugreinum þar sem útlendingar eru flestir, byggingariðnaði og ferðaþjónustu.

Nú þegar búið er að greina vandann er næsta skref að grípa til aðgerða. Aukið eftirlit með starfsmannaleigum og hert viðurlög við félagslegum undirboðum er eðlilegt framhald.


mbl.is Velferð byggð á þjófnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kemur nú úr hörðustu átt, því er það ekki einmitt þetta sem hin "frjálsa för" verkalýðs ESB skv. EES samningnum snýst um?

Kolbrún Hilmars, 31.1.2018 kl. 12:50

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er fallegur sósíalismi að reisa varnarmúr kringum ríku löndin til að halda fólki frá þeim fátæku úti.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2018 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband