Alþingi ber ábyrgð á dómaravali

Alþingi samþykkti tillögu dómsmálaráðherra að dómurum í landsrétti, eins og lög kveða á um. Ef alþingi hefði viljað fara að vilja hæfisnefndar hefði þinginu verið í lófa lagið að taka þá tillögu og samþykkja.

Dómsmálaráðherra breytti tillögu hæfisnefndar eftir að hafa ráðfært sig við formenn allra flokka á alþingi.

Aðför fjölmiðla, RÚV og Stundarinnar sérstaklega, beinist ekki að réttum aðila þegar dómsmálaráðherra er skotmarkið. Það er alþingi sem samþykkti dómaravalið í landsrétt.


mbl.is Var tilneydd til að gera breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Alþingið sem lét að vilja dómsmálaráðherra vorið 2017 er ekki sama Alþing og nú situr. Hins vegar situr sami dómsmálaráðherra ennþá! 

Hver er þá aðförin Páll? 

Er ekki réttmætt að gera athugasemdir við pólitískar ráðningar á dómurum Sjálfstæðisflokksins án þess að kalla þær aðfinnslur aðför!?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2018 kl. 13:11

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæll vertu

Allir sem hafa tekið einn undirstöðukúrs í tölfræði vita að enginn marktækur munur er á einkunn þar sem brotabrot skilur milli einkunna eins og hæfnisnefndin gerði. Einkunnagjöfinni var verulega áfátt. Það er m.a.s. mjög vafasamt að nota skalann 1-10 (og nota heilar tölur). Líklega hefðu einkunnirnar mjög hæfur, hæfur og síður hæfur verið tölfræðilega marktækar. Það verður að setja spurningamerki við þessa aðferð hæfnisnefndarinnar líkt og Alþingi gerði að tillögu ráðherra. Að kalla aðferð Alþingis "pólitískar ráðningar á dómurum Sjálfstæðisflokksins" sýnir bara eitt; þekkingarskort þess sem ritar.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 31.1.2018 kl. 14:16

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Vægt til orða tekið "að gera athugasemdir" þetta er upphlaup.

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2018 kl. 14:22

4 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Þetta er nú meiri smjörklípu pistillinn hjá þér Páll.!!

Helgi Rúnar Jónsson, 31.1.2018 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband