Þriðjudagur, 30. janúar 2018
Stundin og stolna kjötið
Blaðamaður Stundarinnar höndlaði með stolið kjöt, að því er kemur fram á visir.is Blaðamaðurinn segist hafa selt ritstjóra stolna kjötið.
Böndin berast að ritstjóra Stundarinnar. Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar langa færslu á Facebook í gær og segir þetta um kjötkaupin: ,,Nú þarf varla að taka fram að ég hef ekki keypt neitt stolið kjöt..."
Það liggur í orðunum að Jón Trausti keypti kjöt eftir óhefðbundnum leiðum, um leið og hann neitar að vera þjófsnautur. Hvernig vissi hann að kjötið væri ekki stolið? Hélt hann kannski kjötið væri smyglað? Fékk Jón Trausti kvittun fyrir kjötkaupunum? Getur hann framvísað kvittun?
Stundin rekur blaðamennsku sem kenna má við heilaga vandlætingu. Er kjötsúpa elduð í glerhýsi ritstjórans?
Athugasemdir
það er öllu stolið þarna á Stundinni, kjöti, upplýsingum um viðskiptavini banka og guð má vita hvað.
Hrossabrestur, 30.1.2018 kl. 13:25
Merkilegt hvað mörgum Íslendingum (sem telja sig stál heiðarlega) finnst eðlilegt að stela undan vsk-inum.
Andrés Magnússon blaðamaður á Viðskiptablaðinu fjallaði um þetta mál í síðustu viku og kenndi um hugsanlegum “skorti” á forvitni blaðamanna þegar kemur að brotum vissra aðila. Hann ræðir tvo hliðstæð mál sem hafa fengið á sig þagnarmúr. Þetta mál Atla Más sem sópað hefur verið undir teppið og lokun lundaverslunarkeðjunnar Víking sem ekki hafa skilað vörslusköttum. En þegar upplýst er að eigandi Víking keðjunnar er eiginmaður borgarfulltrúans Elsu Yeoman fer að skýrast um áhugaleysi ræstitæknana í fjölmiðlaheiminum. Tvískinnungur þeirra ríður ekki við einteyming.
Ragnhildur Kolka, 30.1.2018 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.