Byltingin gegn Gylfa - óvinveitt yfirtaka lífeyrissjóða

Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, boðar byltingu gegn Gylfa Arnbjörnssyni formanni ASÍ. Þess vegna styður Ragnar Þór uppreisnarframboð í Eflingu. Í frétt um þann stuðning segir: ,,Hann [þ.e. Ragnar Þór] bend­ir á að ef ný stjórn Efl­ing­ar verði kos­in sé sitj­andi for­seta ASÍ Gylfa Arn­björs­syni ekki stætt leng­ur." 

Gylfi stendur fyrir samfelluna í starfi verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór og félagar vilja að lífeyrissjóðirnir verði notaðir til að niðurgreiða húsnæðiskostnað félagsmanna. Það verður ekki gert nema með því að taka fjármuni frá eldri félagsmönnum, sem eiga inneign í lífeyrissjóðum. Til þess þarf að afnema verðtrygginguna.

Fyrsta skref uppreisnarmanna er að losna við Gylfa Arnbjörnsson. Næsta skref er að ná tökum á lífeyrissjóðunum og millifæra fjármuni frá lífeyrisþegum til lántakenda. Þannig verður byltingin fjármögnuð. Ef um væri að ræða fyrirtæki yrði byltingin kölluð óvinveitt yfirtaka.

 


mbl.is Afskipti formanns VR fordæmalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi örfrétt á mbl.is segir kannski meira en flest annað um forseta ASÍ.

Hann skilur ekki þá sem fóðra hann!

Gunnar Heiðarsson, 29.1.2018 kl. 07:48

2 Smámynd: Hrossabrestur

Er nú farið að hitna undir rassinum á Gylfa? 

Er ekki alveg eins gott að nýta fjármuni lífeyrissjóðana til að koma þaki á hagkvæman hátt yfir ungu fjölskyldurnar svo þær geti rækt sitt hlutverk að viðhalda stofninum og ná meðalaldri þjóðarinnar eitthvað niðurávið með fjölgun barneigna, það er allavega betri fjárfesting heldur en ofurlaun og bónusar fyrir stjórnendur lífeyrissjóðanna að maður tali nú ekki um allt gamblið sem lífeyrissjóðirnir standa í, stjórnendur þar á bæ eru ekkert að hugsa um sjóðfélaga.

það er alveg tímbært að bylta þessu kerfi vonandi gengur það bara vel.

Hrossabrestur, 29.1.2018 kl. 07:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Til þess þarf að afnema verðtrygginguna."

Nei. Þetta er slitið úr öllu samhengi og snúið á hvolf.

Afnám verðtryggingar á lánum til neytenda hefur nákvæmlega ekkert með réttindi lífeyrisþega að ræða.

Vilji menn verja inneignir lífeyrisþega í lífeyrissjóðum væri best að þeir fengju að ráða yfir þeim sjálfir, en ekki ókunnugir menn.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2018 kl. 08:51

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Guðmundur er með þetta.

Hárrétt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 29.1.2018 kl. 21:45

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Veistu hvernig forseti ASÍ er valinn ? Sennilega ekki miðað við þennan texta

Jón Ingi Cæsarsson, 29.1.2018 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband