Laugardagur, 27. janúar 2018
Ísland á botninum í fjölmiðlum og stjórnmálum
Á Íslandi er lítið traust á fjölmiðlum og stjórnmálum í alþjóðlegum samanburði, eins og glöggt kemur fram í Viðskiptablaðinu. Ísland er þar í hópi vanþróaðra ríkja.
Hvorki áfengisauglýsingar í fjölmiðlum né borgaralaun til blaðamanna munu bæta íslenska fjölmiðlun. Vandinn er ekki fjárhagslegur heldur siðferðilegur.
Fjölmiðlar bæta ekki stjórnmálaumræðuna heldur gera þeir hana illskeyttari og ósvífnari. Að bæta við ríkisfé ofan í þá hít er að æra óstöðugan.
Beinist að ungu fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.