Pírata-plottið: engin rannsókn, bara aftaka

Píratar viðurkenna það í samtölum á facebook að þeir hafa engan áhuga á að rannsaka starfshætti alþingis, sem skipaði ranga dómara að mati Pírata, heldur vilja þeir pólitíska aftöku dómsmálaráðherra.

En til að ,,halda málinu lifandi", sem þýðir að fá RÚV og Stundina til að fjalla meira um málið, þá fallast þeir á að þingnefnd fái málið til skoðunar. Í leiðinni ætla Píratar að herja á þingmenn Vinstri grænna.

Svona vinna Píratar.


mbl.is Markmiðið að koma ráðherranum frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frábært að skulir vera svona gríðarlega vel upplýstur um fyrirætlanir og meiningar Píratar. Svo vel að eina rökræna skýringin á því hlýtur að vera sú að þú sért í raun sjálfur innanbúðarmaður í flokknum.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2018 kl. 14:39

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er það ekki það sem Píratar vilja; láta stjórnsýsluna um störf löggjafarvaldins?  Alþingi/löggjafinn samþykkti ákvörðun dómsmálaráðherrans í þessu máli - eða var ekki svo?

Kolbrún Hilmars, 23.1.2018 kl. 15:14

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kolbrún. Ég hvet þig til að kynna þér stefnu Pírata og athuga hvort þú finnur ekki svarið við spurningu þinni þar.

Ég veit ekki annað en að Píratar vilji almennt virða þrískiptingu ríkisvaldsins samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar.

Alþingi samþykkti ekki neina ákvörðun ráðherra í þessu máli heldur tillögu. Það var aftur á móti sjálfstæð ákvörðun ráðherrans að gera þá tillögu frekar en tillöguna sem dómnefndin gerði. Þeirri ákvörðun sem Hæstiréttur dæmdi að hefði verið tekin með ólöglegum hætti, verður ráðherran að bera ábyrgð á sjálf. Hennar helsta málsvörn virðist þó aðallega felast í því að reyna að varpa þeirri ábyrgð yfir á aðra og rangtúlka staðreyndir málsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2018 kl. 15:44

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við búum við þrískipt vald, löggjafar-, dóms- og stjórnsýslu.  Hið eina lýðræðislega við valið á þessum "völdum" eru fulltrúar til löggjafarþings. Sem síðan er ætlað að velja fulltrúa hinna tveggja fyrir kjósenda hönd.  Ef þetta fyrirkomulag gengur ekki upp þá er komið að því að almenningur kjósi um öll stig þrívaldsins.  En þangað til verðum við að treysta á réttkjörna fulltrúa okkar á þingi.  Í þessu tilviki dómsmálaráðherrann.

Kolbrún Hilmars, 23.1.2018 kl. 16:30

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvað kostar Alþingi?

Hver er fjárveitingin til Alþingis?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2018 kl. 18:54

6 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Af hverju lýguru svona blákallt?

Hans Miniar Jónsson., 26.1.2018 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband