Kennarar geta ekki unnið í skóla

Nýr formaður grunnskólakennara segir í Kastljósi að kennarar geti helst ekki unnið alla sína vinnu í skólum, heldur þurfi þeir að vera meira heima.

Heima, segir formaðurinn, geti kennarar íhugað og hugsað, sem þeir geta illa gert í skólum.

Félag grunnskólakennara er í upplausn, þeir hafa fellt kjarasamninga í tví- eða þrígang. Nýr formaður útskýrir hvers vegna; kennarar vilja helst ekki vera í vinnunni en fá samt kaup.

Lausnin hlýtur að vera að senda nemendur heim til kennara. Formaður heildarsamtaka kennara, grunnskólakennarinn frá Tálknafirði, Ragnar Þór Pétursson, er ábyggilega til í það.


mbl.is Þorgerður Laufey formaður grunnskólakennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband