Sunnudagur, 21. janúar 2018
Sjálfstæðiskonur stjórna Seltjarnarnesi
Fimm af sjö efstu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi eru konur. Rúmlega 700 greiddu atkvæði en flokkurinn fékk rúmlega 1100 atkvæði í síðustu sveitarstjórnarkosningum.
Á Seltjarnarnesi kýs fólk það sem virkar. Sjálfstæðisflokkurinn virkar svo langt aftur í tímann sem elstu menn muna. Þess vegna er prófkjör flokksins forkosning meirihluta.
Undir handleiðslu Ásgerðar Halldórsdóttur skorar Nesið hvað hæst bæjarfélaga í mælingu á ánægju íbúa með þjónustuna sem þeir fá. Kyn Ásgerðar skiptir þar engu máli. Þess vegna er fyrirsögnin á þessari færslu út í hött, aðeins sett þar til að minna á að konur eiga ekki erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum.
Ásgerður skipar fyrsta sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.