Föstudagur, 19. janúar 2018
Svíþjóð: herinn gegn fjölmenningarstefnu
Svíþjóð gengur vestrænna þjóða hvað lengst í fjölmenningarstefnu. Afleiðingin er sívaxandi glæpatíðni þar sem æ fleiri segja sig frá sænska réttarríkinu, m.a. með þeim rökum fjölmenningar að sænsk lög séu ekki rétthærri en glæpsamlegir siðir og venjur menningarkima.
Svo illa er komið fyrir Svíum að forsætisráherra þeirra útilokar ekki að kalla herinn á vettvang til að halda uppi lögum og reglu í landinu.
Fjölmenningarstefna er skálkaskjól fyrir menningarkima sem rækta með sér andúð á vestrænu réttarríki. Í þessum menningarkimum er viðurkenndum gildum eins og jafnrétti og mannréttindum úthýst. Ólíkir menningarhópar fá svigrúm til að þróa með sér samfélagsgerð sem viðurkennir ekki forræði ríkisvaldsins að halda uppi lögum og reglu.
Hernum er beitt í vanþróuðum ríkjum sem síðasta úrræði, þegar lögmæti ríkisvaldsins er í húfi. Að forsætisráðherra Svía skuli svo mikið sem íhuga valdbeitingu hersins sýnir ófarir fjölmenningar betur en nokkuð annað.
Sænski herinn gegn glæpagengjum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Myndir þú vilja hætta að taka á móti öllum flóttamönnum hingað til lands?
Jón Þórhallsson, 19.1.2018 kl. 09:56
Það er mikill munur á því hvort hætt sé að taka á móti öllum flóttamönnum, eða hvort stjórn sé á innflutningi þeirra, Jón. Eins og er, er vart hægt að segja að nokkur stjórn sé á innkomu flóttamanna hingað til lands. Það getur hæglega leitt til sama vanda og Svíar búa við. En við höfum ekki her, einungis fámenna og illa búna lögreglu.
Gunnar Heiðarsson, 19.1.2018 kl. 10:32
Sæll
Ég sé í athugasemdunum að, rétt eins og raunar flestir, þá veit Jón ekki hvað flóttamður er. ekki frekar en t.d. mbl.is og flestir aðrir fjölmiðlar. Flóttamaður er skilgreindur svo í lögum: „Útlendingur sem er utan heimalands síns eða ríkisfangslaus einstaklingur sem er utan þess lands þar sem hann hafði reglulegt aðsetur vegna þess að hann hefur ástæðuríkan ótta um að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki eða vill ekki vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Þeir einstaklingar sem falla undir viðbótarvernd teljast einnig flóttamenn samkvæmt lögum þessum.“ Fæstir útlendingar sem hingað til lands koma án heimildar teljast flóttamenn.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 19.1.2018 kl. 12:19
Auk þess eru ótaldir einstaklingar kyrrsettir á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf - sem kæra sig ekkert um að setjast að á Íslandi. Eru samt skráðir sem "hælisleitendur" hérlendis.
Margir þeirra hafa síðan gert Eimskip erfitt fyrir, sérstaklega hvað varðar Ameríkusiglingarnar.
Kolbrún Hilmars, 19.1.2018 kl. 13:10
Sæll Páll
Stefan Löfven - Sænska forsætisráðherra - talaði um að hann er að hugsa um að senda herinn út til að halda uppi lögum og reglu í landin já - en það er ekki líkt sænska sociala demokrater - sem hann er. Hann feur séð að fólk í landinu eru míkið ónæður við ástandið. 2018 er kosning í landinu og hann sér hvað Svenska Demokrater eru að vera vinsælir. Sociala demokraternar eru bara að hugsa um eigin vald - ekkert annað. Svenska demokrater (SD) hefur talað mjög lengi að kerfið sé gölluð og þarf að lagast. Löfven reynir sennilega að sjá hvernig fólk bregst við þessu.
Social Democrater og Moderaterna hafa opinberlega hunsað SD í langan tíma og neitað að vinna með þeim. Þrátt fyrir þessa meðferð eru SD enn að ná í meira fylgjendum í landinu.
Merry, 19.1.2018 kl. 21:03
Facebook svenska demokrater ---
https://www.facebook.com/sverigedemokraterna/
Merry, 19.1.2018 kl. 21:09
Sæll aftur Páll
Hér er hlekkur á dagblað vefsíðu í Sviðjóð sem talar um SD og hvað þau eru að stinga uppá.
https://nyheteridag.se/krig-mot-det-svenska-samhallet-sd-vill-satta-in-militar-mot-upplopp-i-fororter/
Merry, 19.1.2018 kl. 21:20
Ég er búinn að finna það sem ég var að leita eftir... Það er meira fréttir frá Sviþjóð -
https://nyheteridag.se/lofven-utesluter-inte-akessons-forslag-om-militarer-i-fororten/
Merry, 21.1.2018 kl. 00:17
Sæll Páll , og aðra
Myndband frá Peter Sweden frá 19. feb -
Is Civil War Imminent in Sweden?
https://www.youtube.com/watch?v=6wmyil9AByc&feature=youtu.be
Merry, 21.1.2018 kl. 22:18
"Sweden preparing for civil war" frá 18. jan 2018
https://www.youtube.com/watch?v=gkUsJWBEysc
Merry, 21.1.2018 kl. 22:32
Civil War in Sweden : Prime Minister Does Not Rule Out Using Military
https://www.youtube.com/watch?v=D_meLGwSxX8
Merry, 21.1.2018 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.