Fimmtudagur, 18. janúar 2018
Hitler og Stalín fá uppreisn æru
Reglulegar samlíkingar samtímamanna, t.d. Rajoy, Trump og Pútín, við þá kumpána Hitler og Stalín veitir þeim tveim síðarnefndu uppreisn æru.
Þegar stjórnmálamönnum í lýðræðisríkjum er líkt við ábyrgðarmenn helfararinnar annars vegar og hins vegar gúlagsins er ályktunin nærtæk að þeir Hitler og Stalín hafi verið stofuhæfir.
Hitler og Stalín urðu alræmdir á millistríðsárunum og í seinni heimsstyrjöld. Síðan eru tvö söguleg tímabil, annað kennt við kalda stríðið en hitt er aldarfjórðunginn þar á eftir sem má nefna lok frjálslyndrar alþjóðahyggju.
Við lifum á þriðja tímabilinu, sem enn er í drögum og því nafnlaust. Sérhver samtími býr til sína sögu. Það veit ekki á gott að söguskilningur samtímans lítur mildum augum á kanslarann og aðalritarann.
Líkti hann forsætisráðherranum við Hitler? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.