Þriðjudagur, 16. janúar 2018
Stone, Atwood, þjóðkirkjan og #metoo
Leikkonan Sharon Stone sprakk úr hlátri þegar hún var spurð um kynferðislega áreitni. Rithöfundurinn Margaret Atwood fær yfir sig holskeflu gagnrýni þegar hún biður #metoo-hreyfinguna að fara varlega í galdrabrennur meintra áreitara - menn séu saklausir uns sekt er sönnuð.
Viðbrögð Stone við spurningu fréttamanns og hremmingar Atwood er tvær af mörgum birtingarmyndum #metoo-byltingarinnar.
Frumleikaverðlaun byltingarinnar hljóta þó að falla íslensku þjóðkirkjunni í skaut. Þar koma við sögu naktar tær og bandaskór.
Athugasemdir
Veikleikinn í allri þessari umræðu er að ekki er gerður greinarmunur á glæp og lesti. Eins og Atwood segir það skortir - sanngjarna málsmeðferð.
Ragnhildur Kolka, 16.1.2018 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.