Flóttamenn og skítalönd

Trump hitti á taug þegar hann kallaði ónafngreind ríki ,,skítalönd". Þau ríki sem taka ummælin til sín eru flest upprunalönd milljóna flóttamanna sem flæða inn í Vestur-Evrópu og Bandaríkin og Kanada.

Umræðan næstu daga mun tengja saman þessi tvö atriði, flóttamenn og skítalönd. Spurt verður: hvað á að kalla þau þjóðríki sem búa þegnum sínum þær aðstæður að þeir kjósa að flýja land?

,,Skítaland" er tæplega prenthæft dólgsyrði og ekki nothæft. ,,Þriðji heimurinn" var notað í kalda stríðinu en það er sögulega úrelt hugtak. ,,Þróunarlönd" var í tísku um árabil en skaraðist við hugmyndina um ,,nýmarkaðsríki". Stundum er notað ,,fátæk ríki" en það á tæplega við olíuauðug lönd fyrir botni Miðjarðarhafs.

Ef samstaða næst um valkost við ,,skítalönd", en það er alls óvíst, þarf orðið að gefa til kynna hvers vegna þessi lönd virka ekki betur fyrir þegna sína en raun ber vitni.


mbl.is Krefja Trump um afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Er þetta ekki spurning um almenna kurteisi og tillitssemi? Maður í þeirri stöðu sem hér um ræðir þarf að kunna sig, vera kúltíveraður. Donald Trump er hross laughing

Flosi Kristjánsson, 13.1.2018 kl. 10:17

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Má vera að Donald Trump sé hross, hann er bæði klúr og grófur en það er einmitt þess vegna sem hann var kosinn í æðsta embætti sinnar þjóðar. Fólk var orðið þreytt á að hlusta á innihaldslausan fagurgala.

Trump er enginn órator, hann segir hlutina eins og hann sér þá ekki eins og við viljum að þeir séu. Hann sér að flótti fólks frá löndum sem bjóða þegnum sínum enga framtíð er að sliga Vesturlönd. Í stað þess að taka nokkra kollhnýsa framhjá staðreyndum kemst hann beint að kjarnanum. Þetta eru Skítalönd sem sinna ekki sínu fólki. Hvernig má það t.d. vera að líf á einni og sömu eyjunni í Karabíska hafinu sé svo ólíkt að jaðri við að vera úr sitthvorri vetrarbrautinni. Þannig eru Dómenikanska lýðveldið og Haítí - himnaríki og helvíti á einni og sömu eyjunni.

Kannski þetta verði til þess að farið verði að gera kröfur til að þessi lönd hysji upp um sig og taki á sínum málum.

Ragnhildur Kolka, 13.1.2018 kl. 11:36

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Hann er asni...

FORNLEIFUR, 13.1.2018 kl. 13:24

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er aragrúi af shithole löndum í þessum littla heimi okkar og mér finst sjálfsagt að kalla þessi shithole lönd út, annars verða engar breytingar.

Yfirleitt er það ekki hinir almennu borgarar sem að eru ástæðan fyrir að lönd verða að shithole löndum, heldur stjornvöld, socialismi og komonisminn. 

Tökum sem dæmi Venuzala, auðugt land en algjört shithole land, af hverju er það svo. Jú, í þessu shithole landi er socialiismin virkar alveg 100% eins og hann á að gera, svona virkar socialisminn og gerir landið að shithole landi.

Íslendingar ættu að spá mikið í því hvernig Venuzela varð að shithole landi og ættu að læra hvernig Íslendingar geta varast að verða að shithole í anda sósíalismans.

MAGA

Með kveðju frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.1.2018 kl. 17:48

5 Smámynd: Merry

Góður punktar Jóhann Kristinsson

Flestir vita hvaða lönd eru shithole lönd - en flestur stjórnmálamenn eru "PC" - politically corect. Donald Trump er fæddur í hluta Ameríku þar sem fólk talar opinskátt og heiðarlega um aðra - eins og Scaramucci (sem er frá sama stað) sagði, "we are not back stabbers, we are front stabbers." Dásamlegt orðasamband. Hann segir hvað hann þýðir - og allir vita hvað hann þýðir.

En það er spurning hvort hann hafi sagt þetta á þessum einka fundi með democrats. Fólkið sem var til staðar var augljóslega í uppnámi að þeir gætu ekki fengið það sem þeir vildu frá Trump - og gerðu það sem þeir gera alltaf - ljúga um orð hans.

Merry, 13.1.2018 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband