Samanburður á skítaþjóðum

Í Japan eru Bandaríkin heimili skítaþjóðar. Þaðan koma hermenn sem kunna ekki japanska háttvísi og bandarískar sendingar dagsettar 6. og 9. ágúst 1945 gleymast ekki. Í Póllandi er þýska þjóðin skítleg fyrir yfirgang ár og síð.

Í fáum orðum sagt eru allar þjóðir skítlegar í augum einhverra annarra. Það er ekkert nýtt.

Aftur er nýtt að orðfæri ættað úr frumhvötinni ,,við" og ,,þeir" er orðið að talsmáta þjóðarleiðtoga. Milliliðurinn, sem fleytir talsmáta frummannsins inn í samtímann, heitir samfélagsmiðlar.

En samfélagsmiðlar eiga að færa okkur nær hvert öðru, auka skilning og mynda tengsl.

Eitthvað fór verulega úrskeiðis. 


mbl.is „Þetta fólk frá þessum skítalöndum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ákveðinn munur á því að bera óvildarhug til þjóða fyrir yfirgang eða að fyrirlíta þjóðir og sýna þeim megna lítilsvirðingu eins og nasistar gerðu gagnvart Gyðingum og slavneskum þjóðum, líktu útrýmingu Gyðinga við dráp á rottum eða meindýrum og skilgreindu slava sem óæðri kynþátt í alla staði. 

Ómar Ragnarsson, 13.1.2018 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband