Fimmtudagur, 11. janúar 2018
Ofbeldi eykst með umfjöllun
Eftir því sem umfjöllun um ofbeldi verður meiri í opinberri umræðu eykst ofbeldið í samfélaginu. Tvær ástæður eru fyrir því. Í fyrsta lagi fjölgar þeim sem stíga fram og telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi. (Gerendur koma nær aldrei fram að fyrra bragði).
Í öðru lagi verður fólk næmara á ofbeldi en áður, einfaldlega vegna þess að umræðan víkkar út skilgreininguna á ofbeldi sökum fyrirferðarinnar.
Ofbeldi sem hugtak er ekki meitlað í stein. Við skilgreinum það á annan veg í dag en við gerðum fyrir 15 árum. Og enginn býr yfir því kennivaldi í samfélaginu að geta lagt fram óvefengjanlega skilgreiningu á ofbeldi.
Mótsögnin sem við er að glíma er eftirfarandi. Umfjöllun um ofbeldi hjálpar fórnarlömbum að ná réttlæti og fá ofbeldið stöðvað. Það er jákvætt. Aftur er neikvætt að við förum að trúa því að ofbeldi þrífist í hverjum krók og kima; að við búum í ofbeldissamfélagi.
Því ef við trúum að samfélagið sé gegnsýrt ofbeldi verður það hversdags, hluti af mannlífinu. Og það viljum við ekki.
Undir niðri býr fjöldi fólks við ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þó að ofbeldi aukist ekki með umfjöllun;
að þá hjálpar rúv ekki til við að bæta mannlífið með því að endursýna 22 þætti af amerískri glæpahneygð og svipað myndefni.
Þar sem að það er alltaf sama þemað:
Morð, myrkur, blóð og drulla og eymd.
Nú ætlar rúv að fara framleiða nýja þáttaröð af ÓFÆRÐ; ég vil ekki að mínar skattkrónur fari í að framleiða slíka þætti.
Jón Þórhallsson, 11.1.2018 kl. 15:35
Afhverju ætli það sé.? Af því það selur; og íslenska þjóðarsjónvarpið kaupir ódýra oft lélega þætti.Íslenskar metsölubækur eru glæpasögur,af því sést að það er eftirspurn eftir þessu efni.
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2018 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.