Sunnudagur, 7. janúar 2018
Líkaminn og minningin
Ísraelski rithöfundurinn Aharon Appelfeld lést í byrjun árs hálfníræður. Hann fæddist inn í þýskumælandi gyðingafjölskyldu í landi sem nú er Úkraína. Appelfeld lifði af helförina og flutti til Ísrael, lærði nýtt tugumál til að komast undan máli morðingjanna.
Í formála sjálfsævisögu, Sögu af lífi, skrifar Aharon:
Meðvituð minning er takmörkum háð. En lófar handanna, iljar fótanna, hryggurinn og hné manns muna meira en hugurinn. Ef ég vissi hvernig ætti að endurheimta líkamsminninguna yrði það yfirþyrmandi. Við fáein tækifæri gat ég hlustað á líkamann og skrifað fáeina kafla en jafnvel þeir eru aðeins brot hvikuls myrkurs sem verður alltaf lokað innra með mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.