Föstudagur, 5. janúar 2018
Brauð og leikir, fjölmiðlar og falsfréttir
Lýðurinn þarf brauð og leiki, sagði valdastéttin í Róm til forna, og sem fékk frið til að stjórna heimsveldinu á meðan saddur almenningur skemmti sér. Trump og valdafólkið í kringum hann gæti verið að spila sama leikinn.
Útgáfa bókar um stutta forsetatíð Donald Trump er með Steve Bannon aðalheimild, manninn sem fyrir kortéri var sagður hafa gert Trump að forseta.
Fjölmiðlar gera þessa fyrrum samherja að aðalsöguhetjum stjórnmálanna í Washington. Á meðan þeir eiga sviðið kemst engin önnur pólitísk orðræða á dagskrá. Og Bannon og Trump standa fyrir sömu stjórnmálastefnuna.
Bók full af lygum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.