Sjálfala sérfræðingaveldi

Íslensk lögfræði er heimskasta háskólagreinin norðan Alpafjalla, aðeins kennd í fásinninu á Fróni. Þegar niðurstöður íslenskra dómara sæta endurskoðun erlendis, t.d. fyrir mannréttindadómstól Evrópu er oftar en ekki gerðar athugasemdir við úrlausnir þeirra.

Skýtur skökku við að dómarar og nefndir á þeirra vegum telji sig hafna yfir það að svara lögmætum spurningum almannavaldsins um tillögur á dómaraefnum. Skörin færist hærra upp á bekkinn þegar dómaranefndir þykjast upp á prómill vita hverjir séu hæfastir í embætti dómara, líkt og gerðist í alræmdu landsdómsmáli.

Dómarar virðast líta á sig sem sjálfala sérfræðiveldi sem komi lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum ekki við - það á bara að borga og skaðabætur ef útaf bregður.

Dómarar og samfélag lögfræðinga ættu að temja sér ögn meiri virðingu fyrir stjórnvöldum og taka ekki reglulega frekjukast heimalningsins. Það þjónar ekki almannahagsmunum að umboðslausir sérfræðingar setji sig á háan hest trekk í trekk.


mbl.is Lýtur ekki boðvaldi ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú veist greinilega lítið stjórnarskrána og aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds.

Væri ekki ráð að lesa sér til ?

Jón Ingi Cæsarsson, 3.1.2018 kl. 21:33

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

http://www.ruv.is/frett/esb-ihugar-refsiadgerdir-gegn-pollandi

Jón Ingi Cæsarsson, 3.1.2018 kl. 21:39

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Til eru aðstæður, sem eru skírar við að mótmæla úrskurðum til Evrópudómsóls. En í flestum tilvikum, er um að ræða fólk sem er að reyna að afla sér "forréttinda" á kostnað hæfnari manna.

Allir menn, hvaðan sem þeir eru telja sig "betri" en aðra.  Konur, telja sig alltaf vera sniðgengna í málum, þó staðreyndin sé sú að flestar séu þær algerlega óhæfar í sín hlutverk.  Sama á við aðra svokallaða "minnihluta" hópa, sem í raun eru engir minnihlutahópar.  Til dæmis, eru mið-austurlandabúar á Íslandi og annars, sem njóta beins fjárhagsstuðning Saudi Arabíu, engin minnihlutahópur.  Nema að því leiti að "fjöldi" þeirra á Íslandi, er minni en annarra hópa ... en fjöldi þeirr almennt, er stærri og fjárhagslegur styrkur þeirra "stærri".  Því eru Íslendingar í raun, réttur minnihlutahópar, enda flestir Íslendingar í raun af Gyðingaættum.

Þetta tel ég að beri að hafa á bak við eyrun.

Örn Einar Hansen, 3.1.2018 kl. 22:12

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hlálegt er að sjá síðuhöfund, sem mært hefur endemis úrskurð Hæstaréttar 2011 vegna kosninga til stjórnlagaþings 2010, tala um íslenska lögfræði og dómskerfi um "heimskustu háskólagreinina í Evrópu, aðeins kennda í fásinninu á Íslandi." 

Ómar Ragnarsson, 3.1.2018 kl. 22:27

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég er aðeins að vekja athygli á Ómar, að sérfræðiveldið hvílir á háskólagrein sem er heimsk í þeim skilningi að hún er heimaalin. Lögfræðingar og dómarar eru góðir til síns brúks, að sækja og verja og fella dóma. En þeir standa ekki ofar öðrum meiðum ríkisvaldsins.

Páll Vilhjálmsson, 3.1.2018 kl. 22:39

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Háskólagreinin lögfræði er ekki eins illa á sig komin og síðuhöfundur gefur í skyn, heldur er það framkvæmdin sem er á refilstigum.

Þetta með dómarana er langstærsti hluti vandans. Samkvæmt stjórnarskrá skulu dómendur í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum, en hvergi er skilgreint hvað taki við þegar þeir gera það ekki.

Valdi verður að fylgja ábyrgð og misferli á að hafa afleiðingar, en þegar kemur að dómurum virðast þeir vera hafnir yfir lög og rétt þannig að þegar þeir brjóta lögin hefur það engar afleiðingar fyrir þá sjálfa. Í besta falli fást skaðabætur fyrir slík brot, úr vasa skattgreiðenda.

Vald spillir og óskorað vald spillir fullkomlega, sem er nákvæmlega það sem hér er hætta á. Ísland mun varla geta talist vera réttarríki fyrr en séð verður til þess að dómarar þurfi að sæta eðlilegum afleiðingum þess þegar þeir sjálfir fara ekki að lögum og misnota vald sitt.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.1.2018 kl. 14:02

7 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Það er afleitur misskilningur hjá Jóni Inga Cæsarssyni að halda að aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdavalds feli það í sér að dómarar skipi nýja dómendur. Hann þarf að skoða þetta betur er ég hræddur um.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 4.1.2018 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband