Miðvikudagur, 3. janúar 2018
Diplómatískur sigur Trump
Fjölmiðlar eru svo uppteknir við að útmála Trump Bandaríkjaforseta sem kjána að þeir taka ekki eftir diplómatískum stórsigrum hans. Norður-Kórea og Suður-Kórea boða viðræður sín á milli en þær hafa lengið niðri í tvö ár.
Norður-Kórea snýr þar með af vegi kjarnorkuvopnaskaks og leitar eftir samtali. Ástæðan fyrir viðsnúningi kommúnistaríkisins getur ekki verið nema ein. Trump gaf ekki eftir hótunum Norður-Kóreu heldur svaraði hann í sömu mynt.
Staðfesta en ekki eftirgjöf gagnvart yfirgangi skilar árangri. Í deilunni á Kóreuskaga stendur Trump með pálmann í höndunum.
Minn er stærri en hans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert að ruglast á löndum, Páll! Spennan er milli Bandaríkjanna og Norður Kóreu og sú spenna hefur enn aukist með fíflalátum Trumps, nú síðast í gærkvöld. Þú getur sofið rólegur, en fólki hér í skotlínunni frá Norður Kóreu stendur ekki alveg á sama! Þetta eru ekki "stórsigrar" eins og þú kallar það í fáfræði, heldur raunveruleg og óásætranleg ógn við öryggi Bandaríkjanna.
Kveðja.
Arnór Baldvinsson, 3.1.2018 kl. 10:26
Ég verð að taka skjáskot af þessu "Ég er með stærra typpi" er "diplómatískur sigur". #ekkibaggalútur
Jón Ragnarsson, 3.1.2018 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.