Þriðjudagur, 2. janúar 2018
Einkalíf, samfélagsmiðlar og áreitni
Við lifum æ stærri hluta einkalífs okkar á opinberum vettvangi, á samfélagsmiðlum og sem kennitölur í gagnasöfnum. Byltingin kennd við metoo er krafa um virðingu fyrir einkalífi, að fólk, einkum konur, losni undan kynferðislegri áreitni.
Mótsögnin á milli þess að múrar einlífsins eru brotnir á einum stað en reistir á öðrum er hægt að skýra með valdeflingu kvenna. Konur nota samfélagsmiðla í ríkari mæli en karlar og konur eru fremur fórnarlömb áreitni en karlar.
Metoo er menningarbylting frá Hollywood. Valdefling kvenna þar á bæ er þegar farin að skila sér. Kvikmyndir með konum í aðalhlutverki fengu mesta aðsókn á síðasta ári. Síðast gerðist það skömmu eftir seinna stríð.
Valdefling kvenna kemur í bylgjum. Í einni bylgjunni um aldamótin 1900 óttuðust ráðandi öfl (les: karlar) endalok siðmenningar. ,,Frakkland er náttúrulaust, karlmennskan töpuð; þrátt fyrir bann á fóstureyðingum og smokkum mun ríkinu hnigna," skrifar Philipp Blom um andlegt ástand Frakka fyrir rúmum 100 árum.
Vestrænir karlmenn drifu sig í stríð fyrir einni öld að endurheimta karlmennskuna. Vægari úrræði eru reynd núna, t.d. með innflutningi á trúarmenningu sem lítur öðrum augum á jafnrétti kynjanna en vesturlandabúar.
Dagatölin öll með tölu beint í ruslið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvort innleiðing múslimskrar menningar er vægari aðgerð en opið stríð er kannski umdeilanlegt. Ef litið er til þeirra landa sem ástunda þau trúarbrögð má segja að þau gera ekki upp á milli kynja, fullorðinna og barna, þegar kirkjur eru brenndar og kristnum slátrað.
Ragnhildur Kolka, 2.1.2018 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.