Mánudagur, 1. janúar 2018
Heimsfriður fjármagnaður af Bandaríkjunum - ekki lengur
Sameinuðu þjóðirnar áttu að leiða til heimsfriðar eftir seinni heimsstyrjöld. Þótt það sé ofmælt að friður hafi ríkt í 70 ár er ekki ofsagt að friðsælla hafi verið í heiminum síðustu áratugi en á fyrri hluta síðustu aldar.
Bandaríkin, að stórum hluta, hafa fjármagnað friðinn. Bæði með framlögum til Sameinuðu þjóðanna og einstakra ríkja þvers og kruss um heiminn. En nú bregður nýrra við. Bandaríkin loka buddunni.
Sameinuðu þjóðirnar niðurlægðu Bandaríkin í deilunni um viðurkenningu á Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael og Trump lækkaði framlög til stofnunarinnar í beinu framhaldi. Pakistanar hafa þegið milljarða frá Bandaríkjunum, allt frá kalda stríðinu þegar þeir stríddu við Indverja sem nutu stuðnings Sovétríkjanna. Nú hótar Trump að hætta peningaaustri til Pakistan.
Bandaríkin telja, með réttu eða röngu, að þau fá ekki fyrir peninginn sinn fjármuni sem þau dæla til annarra ríkja og ríkjasamtaka. Peningar kaupa stundum frið en blankheit geta verið ástæður stríðsátaka. Minni framlög Bandaríkjanna til alþjóðamála eru í sjálfu sér ekki stríðsógn. En þegar kreppir að í fjármálum getur það hraðað þróun í átt til átaka.
Sendir heimsbyggðinni rauða viðvörun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bandaríkin greiða 22% af rekstri Sameinuðu þjóðanna á meðan Kína greiðir 8%. Og Kína er sagt verða fremsta hagkerfi heims eftir 12 ár. Er að undra að BNA vilji jafna stöðuna?
Ragnhildur Kolka, 1.1.2018 kl. 19:35
Hvar er heimsfriðurinn sem SÞ teklúbburinn átti að skapa? Ef eitthvað þá hefur SÞ verið aðal kyndil ófriðar og spillingar i þessari vesældarlegt veröld sem við búum í.
Með innilegri kveðju frá Houston
Jóhann Kristinsson, 1.1.2018 kl. 22:07
Bara að nefna það að þegar stríðinu lauk 1945 voru Bandaríkin í þeirri aðstöðu að kaupa sér ítök og völd um allan heim og hafa gert það síðan. Og í raun fengið það sem þeir borguðu fyrir. Framlag þeirra til SÞ var ákveðið þegar það var stofnað. Held að það verði öllum fyrir bestu að Bandaríkin hætti að kaupa sér vináttu og ítök langt út fyrir landamæri sín. En bendi á að Kína er mjög stórtækt í þessu í dag m.a. byggja þeir upp heilu borgirnar í Afríku og fá þar aðstöðu og ítök. Sem og er Rússar líka stórtækir í þessu. Og nú arabarríkin líka.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.1.2018 kl. 00:23
Sameinuðu Þjóðirnar sem pólitískt apparat dó þegar Balkanstríðinu var leyft að geysa óáreittu. SÞ voru jarðaðar í Júgóslavíu.
Sindri Karl Sigurðsson, 2.1.2018 kl. 17:53
Friðelskandi Þjóð eins og Ísland veit að Bandaríkjunum mátti alltaf treyst væru þau í vina-bandalagi þeirra.
Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2018 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.