Hvað þola lífeyrissjóðirnir mikla launahækkun?

Lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur Icelandair. Launþegar eiga lífeyrissjóðina, en verkalýðshreyfingin ásamt atvinnurekendum, stjórna sjóðunum.

Hvorki heyrist hósti né stuna frá lífeyrissjóðunum eða ASÍ um launakröfur flugvirkja.

Er ekki tímabært að eigendur og ASÍ tjái sig um launadeiluna sem veldur því að Icelandair hrapar í verði á hlutabréfamarkaði?


mbl.is Krafan komin „verulega frá“ 20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

ASÍ og lífeyrssjóðirnir eru á fullu í dansinum kring um gullkálfinn.

Hrossabrestur, 18.12.2017 kl. 13:25

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Icelandair er illa stjórnað fyrirtæki og lífeyrissjóðirnir gerðu betur að selja öll þau hlutabréf sem þeir eru með.

Icelamdair stólaði á að ríkið setji lög á launa og hlunninda deilu við flugvirkjana, en mér þykir líklegt að svo verði ekki. 

Lögbönn á launa og hlunninda deilur fyrirtækja og starfsmanna þeirra tilheyrir sögunni til. Sjómanna verkfallið er gott dæmi um afskiptaleysi ríkisins i launa og hlunninda deilum.

Flugvikjar sameinaðir standið þið, sundraðir fallið þið.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 18.12.2017 kl. 13:56

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Lífeyrissjóðirnir munu væntanlega ekki selja fyrr en hlutafé fellur í verði og mun tapið lenda á lífeyrisþegum. Er það ekki alltaf þannig sem það gerist???

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.12.2017 kl. 15:55

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það má vona að lífeyrissjóðir starfsmanna Icelandair séu þessir stærstu hluthafar í fyrirtækinu.  Annars ekkert réttlæti gagnvart öðru launafólki og lífeyrissjóðum þeirra.

Kolbrún Hilmars, 18.12.2017 kl. 16:05

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er ekki réttari spurnig; hvað þola lífeyryssjóðirnir langt verkfall?

Annars tek ég undir með Jóhanni, þessu fyrirtæki er illa stjórnð enda sjálfala án aðhalds eigenda.

Gunnar Heiðarsson, 18.12.2017 kl. 17:42

6 Smámynd: Alfreð Dan Þórarinsson

Hvenær var samið síðast við flugvirkja?

Alfreð Dan Þórarinsson, 18.12.2017 kl. 17:56

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvað þola eigendur lífeyrissjóðanna langt rugl, í rekstri þeirra?

 Hvað þola aðilar ASÍ langt rugl, meðal stjórnarmanna?

 Hvenær fær lýðurinn nóg og fer að skera hausa?

 Gleðileg jól, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.12.2017 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband