Sunnudagur, 17. desember 2017
Spyr Logi um Árna Pál?
Logi Einarsson vill vita hvað ríkustu Íslendingarnir eigi af peningum. Í leiðinni mætti hann spyrja um afkomu þeirra bestu tengdu, t.d. forvera sinn í embætti formanns Samfylkingar, Árna Pál Árnason.
Árni Páll var drjúgur í tekjuöflun síðast þegar hann var utan þings. Hann fékk m.a. 40 milljónir frá Íbúðalánasjóði. Í sumar gerði félagi hans í ESB-deildinni, Þorsteinn Víglundsson, Árna Pál að stjórnarformanni Tryggingastofnunar.
Upplýsingar um ríkidæmi Íslendinga eru áhugaverðar. En einnig er upplýsandi að vita hvernig fyrrum stjórnmálamenn maka krókinn.
![]() |
Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Menn eru greinilega ekki að tala saman þarna hjá Samfylkingunni. Árni Páll spurði um það nákvæmlega sama þegar hann sat á þingi og fékk svör sem liggja fyrir, svart á hvítu. Kannski er Logi bara að skruma sér til frama í málefnaþurrðinni. Hann upplýsti okkur um daginn að skattalækkanir væru hið versta mál vegna þess að þeir sem væru með meiri tekjur fengju stærri afslátt í krónutölu. Nóbelinn í hagfræði fyrir það. Hann sýndi fram á þessa storfenglegu uppgötvun með hangikjöti og grænum, svo andsnauður lýðurinn skildi.
Nú er ekkert ESB a dagskrá, svo það er ekki um auðugan garð að gresja hjá honum. Bíð spenntur eftir næsta leik.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.12.2017 kl. 11:12
Hagspeki Loga er annars ekkert einsdæmi. Hugo Chaves er búinn að prufukeyra hana á sinni þjóð, sem nú situr gjaldþrota eftir með nokkur hundruð prósenta verðbólgu.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.12.2017 kl. 11:27
Páll og klappliðið greinilega pirrað...það er skemmtilegt bara
Jón Ingi Cæsarsson, 17.12.2017 kl. 11:50
Spurning Loga var í boði Vilhjálms Þorsteinssonar, fyrrverandi gjaldkera Samfylkingingar og auðmanns. En Logi spyr ekki Vilhjálm.
Valur Arnarson, 17.12.2017 kl. 13:46
Hvað tengir greiðslur til Árna Páls vegna starfa fyrir Íbúðalánasjóð og svo fyrirspurn Loga. Ef að Árni Páll hefur spurt þessara spurninga fyrir 5 árum held ég að allir séu sammála að séu úteltar upplýsingar í dag. Því hér hefur margt breyst. Held að allar upplýsingar um Vilhjálm hafi jú komið fram og hann lendir væntanlega í þessu svari líka.Minni fólk líka á að Vilhjálmur sagði líka af sér sem gjaldkeri þegar í ljós kom að hann átti félag í Panama. Hann var jú bara gjaldkeri í flokki en Bjarni og Sigmundur sitja sem fastast á Alþingi þrátt fyrir sömu tengsl þeirra við aflandsfélög. Sé ekki afhverju þarf að taka hann sérstaklega fyrir. Spurningin eru ríkast fólk á Íslandi án tillit til hvaða flokk þeir starfa í eða styrkja og verður ekki spurt um nöfn eða kennitölu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.12.2017 kl. 18:43
Öfund er Sýki og þeir sem eru haldnir þessum sjúkdóm lifa erfiðu lífi og reina draga alla niður á sama plan og hinn öfundsjúki er og eyða mikilli orku í það, i staðinn fyrir að eyða allri þessari orku í að betrum bæta hag sinn.
Kemur mér ekkert við hvað aðrir eiga, ég reini að hafa nóg fyrir mig og mína og kanski einhvern smá afgang.
Tekjuskattar eiga engan rétt á sér, það á ekki að refsa fólki að vera duglegt og hugsjónsamt.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 18.12.2017 kl. 05:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.