Trump-Pútín falsfréttirnar

Í bandarískum fjölmiðlum er þeirri kenningu haldið á lofti að Pútín Rússlandsforseti hafi tryggt Trump forsetaembættið. Reglulega eru birtar falsfréttir sem eiga að renna stoðum undir þessa kenningu, núna síðast í CNN.

Kenningin gengur út á að Pútín hafi virkjað samfélagsmiðla til að flytja ósannar fréttir um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, og það hafi gert útslagið í kosningabaráttunni.

Stjórnarandstaðan í Bandaríkjunum, demókratar, hvetja fjölmiðla áfram í samsæriskenningunni, sem einnig fær stuðning frá kaldastríðshaukum úr flokki Repúblíkana.

Samsæriskenningin um úrslitaáhrif Pútín á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum þjóna þannig sterkum hagsmunum, stæku Rússahatri kaldastríðsmanna og demókrötum. Það er eftirspurn eftir falsfréttum og fjölmiðlar sjá um framboðið.


mbl.is Pútín: Andstæðingar Trumps skaða Bandaríkin með tilbúnum sögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

 Páll,

Það væri trúverðugara ef þú myndir gefa okkur krækju á umfjöllun CNN, en ekki bara krækju á umfjöllun einhverrar dúbíus fréttasíðu um umfjöllun CNN. Þannig getum við raunverulega gengið úr skugga um það hvort CNN hafi haldið þessu fram, að Rússar hafi ráðið úrslitum kosninganna.

Að Rússar hafi beitt sér í bandarísku kosningabaráttunni með skipulagrði dreifingu á falsfréttum og áróðri í gegnum samfélagsmiðla, það liggur einfaldlega fyrir.

Skeggi Skaftason, 15.12.2017 kl. 11:25

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Pútin - Trump dekur þessa fréttamans vekur athygli.

Frábært að eiga einn frá Fox á svæðinu.

Jón Ingi Cæsarsson, 15.12.2017 kl. 15:02

3 identicon

Bandaríkjamenn hafa skipt sér af innanríkismálum hverrar einustu þjóðar á þessari plánetu, með þeim afleiðingum að meðal annars mið-austurlönd eru í logum.

Að þeir skuli vera að væla yfir því, að einhverjir aðrir hafi gefið þeim sopa af eigin meðali. Sýnir hversu auvirðulegir bandaríkjamenn eru í dag, og það fólk sem eru fylgisveinar þeirra.

How far the mighty have fallen.

Kreppuannáll (IP-tala skráð) 15.12.2017 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband