Ókurteisi í lýðræði - og lögregluríki

Ókurteisi, þar með talin gífuryrði um mann og annan, eru almennt ekki talin saknæm í lýðræðisríki. Í umræðunni dæma gífuryrði sig sjálf, segja mest um þann sem viðhefur þau.

En það er sem sagt komið nýtt hugtak til sögunnar, hatursorðræða. Hugtakið er innflutt, alveg eins og hugmyndin um galdra á 17. öld, og þegar það skýtur rótum verður að finna einhverja til að þola þjáningar sem réttlæta innflutninginn.

Haturslögreglan er sérstök deild sem dundar sér við að hnýsast í afkima umræðunnar, í bloggi og athugasemdakerfum, í leit að orðræðu sem kenna má við hatur.

Og nú hefur hæstiréttur dæmt tvo fyrir að hata homma. Sektin er hundrað þúsund kall, sem er lítilfjörlegt hatursfé, en málskostnaðurinn milljón á kjaft.

Í lögregluríkjum fyrr og síðar eru menn dæmdir fyrir niðrandi ummæli um valdhafa og það sem þeim er heilagt. En hvernig í veröldinni það gerist að ókurteisi verður að dómsmáli og sakfellingu í lýðveldinu Íslandi anno 2017 er óskiljanlegt. Hvar er fullorðna fólkið á alþingi og í dómskerfinu?


mbl.is Sakfelldir fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það var Óla Berki líkt að skila fullkomlega réttlátu séráliti.

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2017 kl. 02:33

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Dapur dagur fyrir rit og tjáningarfrelsi á Íslandi.

Kveeðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 15.12.2017 kl. 06:30

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það eru alvarlegar veilur í meintum rökstuðningi dómaranna tveggja í máli Sveinbjarnar, eins og ég rek hér í athugasemd á DV-síðu:  http://www.dv.is/frettir/2017/12/14/tharf-ad-greida-100-thusund-i-sekt-vegna-athugasemdar-vid-frett-dv-kalladi-samkynhneigd-kynvillu/

Ennfremur á ég þessa grein um málið, með forvitnilegum viauka-upplýsingum sem munu ægja mörgum: Dómar fallnir vegna ummæla um "hinseginfræðslu" - og fyrsta kunna dæmið um slíka skólastund

Jón Valur Jensson, 15.12.2017 kl. 06:39

4 identicon

Biblían er greinilega kolólögleg, en sem betur fer eru fáir sem nenna að lesa hana. Í nafni allsherjarreglu og mannréttinda er í raun ótækt annað en innkalla hana. Andkrissa andi er kominn til að vera og er að herða tökin. Kristni er hættuleg allsherjarreglu og mannréttindum.

3.Mós,18.k.vers22: Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er VIÐURSTYGGÐ.(Ísl.útg.1981).

1.Kor,6:9: ...Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar KYNVILLINGAR, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa.(ísl útg.1981).

1.Tím.1:10: saurlífismenn, karla sem hórast með körlum, þrælasala, lygara, meinsærismenn og hvað sem það er nú annað sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu. (ísl.útg.2007)

Gleðileg jól

Guðjón Bragi Benediktsson (IP-tala skráð) 15.12.2017 kl. 11:49

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hver dæmir nú málflutning síðasta skrifara,? Eru þetta gífuryrði eða innflutt hugtak góða fólksins "hatursorðræða". Ó! "Það verða einhverjir að þola innflutninginn"

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2017 kl. 20:25

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Biblían þarf að fá að tala sínu máli, þótt hún fordæmi ýmislegt sem synd, ýmislegt sem tíðkaðist fyrr sem nú. Það hefur enginn leyfi til að slæva kraft hennar með því að gefa í skyn að hún segi eitthvað annað on minna en hún segir í raun.

En þýðingarnefndin "frjálslega", sem gaf út ýmsar nýþýðingar á orðum Páls postula í Biblíuútgáfunni 2007, leyfði í raun Biblíunni EKKI að tala þar sínu máli. Þetta á við um 1.Tím.1.10, eins og nú verður rakið.

Hugsunina: "karlar sem hórast með körlum" er ekki að finna í hinum gríska frumtexta Páls, í þeim orðum hans þar er hvorki verið að fjalla um hórdóm (framhjáhald) né heldur að segja eitthvað í skammartóni, heldur notar hann objektíft orð, arsenokoitai, sem er einfaldlega verknaðarlýsing og merkir karlar sem leggjast til samræðis með körlum. Skammartónninn kemur ekki fram í hlutlægri lýsingu Páls, en siðferðisdómurinn kemur fram í því, að þetta hugtak (arsenokoitai) er innifalið í upptalningunni í 1.10, þar sem sagt er, að lögmálið sé "ekki sett vegna réttlátra, heldur fyrir lögleysingja og þverúðuga, óguðlega og syndara" og svo áfram taldar upp ýmsar alvarlegar kategóríur af syndsemi og meðal annars þessi áður á minnzta, enda er allt þetta í setningarlokin sagt "gagnstætt hinni heilnæmu kenningu," þ.e.a.s. gegn því sem Kristur og postular hans hafi kennt.

Ekki er hún skárri falsþýðingin í Biblíunni 2007 á orðum Páls í I.Kor.6.9, og er það sérkapítuli að taka fyrir, eins og ég hef oft þurft að gera í umræðu allt frá þeim tíma, m.a. á Kirkju.net og í umræðu við klerka sem leikmenn. En rækilega er það mál tekið fyrir í Lesbókargrein eftir Jón Axel Harðarson, núv. prófessor í málvísindum, og réttast að vísa hér til hennar: Biblíuþýðing og fordómar (Lesb.Mbl. 28. maí 2005 = http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1019879 – sbr. einnig grein mína, JVJ: Efnisrök ærin til að gagnrýna Biblíuþýðinguna 2007  = http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/371622/).

Jón Valur Jensson, 16.12.2017 kl. 03:01

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

... eitthvað annað og minna ...

Jón Valur Jensson, 16.12.2017 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband