Baráttan um lífeyrissjóðina

Vöxtur lífeyrissjóðanna síðustu ár og áratugi er birtir okkur eina mynd af ríkidæmi þjóðarinnar. Upphafleg voru lífeyrissjóðir alfarið samtryggingarsjóðir.

Einn fyrir alla og allir fyrir einn þýddi t.d. að ungur launþegi sem var fyrir vinnuslysi fékk greiðslu úr sínum sjóði út ævina án þess að borga nema brotabrot af þeirri fjárhæð í iðngjöld. Að sama skapi fékk bú einhleyps og barnlauss launþega ekki krónu í lífeyri hrykki hann upp af fyrir lífeyristökualdur. Þetta er eðli samtryggingar.

Samhliða samtryggingunni greiða launþegar í séreignasjóði í auknum mæli. Séreignin er viðbót við samtrygginguna og myndar sjálfstæða eign.

Valfrelsi launþega til að velja hvert séreignasparnaðurinn fer minnir á að í lífeyrissjóðakerfinu eru geysimiklir peningar. Hagsmunaaðilum er ekki sama um hvernig á málum er haldið.

Almennt hefur lífeyrissjóðakerfið staðið sig vel. Sumar ákvarðanir um fjárfestingar og rekstur orka tvímælis, ekki síst þær sem voru teknar í algleymi útrásar, en í megindráttum virkar fyrirkomulagið. Eftir hrun voru lífeyrissjóðirnir kjölfesta í fjárfestingum sem skipti máli.

Vonandi ber mönnum gæfa til að finna skynsamlega og sanngjarna niðurstöðu um séreignasparnaðinn.


mbl.is Tryggir valfrelsi launþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband