Veðrið frá í gær er óafturkræft

Veður er flókið fyrirbæri. Áreiðanlegar veðurspár eru aðeins gerðar til nokkurra daga. Ef veðurfar væri fyrirsjáanlegt ættum við að eiga aðgang að veðurspám til nokkurra vikna eða mánaða.

En það er einfalt að hræða fólk, hvort sem notast er við trúarleg eða veðurfarsleg hindurvitni um að jörðin sé á leiðinni til helvítis.

Veðurfar á jörðinni tekur breytingum, bæði til skemmri og lengri tíma. Á dögum rómversku keisaranna var hlýskeið, sem ágætt væri að fá á ný, segja sumir. Annað hlýtt tímabil var á miðöldum. Á þeim tíma stunduðu norrænir menn landbúnað á Grænlandi. Litla ísöld batt endi á tilvist afkomenda þeirra feðga Eiríks og Leifs á heimsins stærstu eyju.

Þrátt fyrir að viðurkennt sé að veðurfar breytist, alveg sama hvað maðurinn gerir, dynur á okkur síbylja um manngert veður.

Þegar vísindamenn ræða sín á milli er sannfæringin um manngert veðurfar ekki jafn sterk og af er látið. Loftslagsvísindamaðurinn Judith Curry gefur innsýn í þá umræðu.

Á miðöldum var það kaþólska kirkjan sem veitti fullvissu um yfirvofandi dómsdag. Hákirkja alþjóðasinna er í sama hlutverki í dag. Í báðum tilvikum eru efasemdarmenn gagnrýndir fyrir villutrú. En veðrið breytist frá degi til dags og öld frá öld.

 


mbl.is Bráðnun á norðurheimskautinu óafturkræf'?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband