Fimmtudagur, 7. desember 2017
Hótanir, skjall og níðingar
Níðingar, hvort heldur á konur eða börn, eru oft menn í valdastöðum sem fá útrás fyrir eðli sitt á þeim sem eru undirsettir valdinu. Til að fela slóðina koma þeir sér upp meðvirkum hópi samverkamanna er þeir halda saman með hótunum og skjalli.
Níðingar í valdastöðum ýmist lofsyngja mann og annan eða fordæma. Fólki þykir lofið gott en óttast fordæminguna. Þannig eykst áhrifavald níðingsins jafnt og þétt þegar hann starfar á sama vettvangi, til dæmis félagasamtaka. Í augum níðingsins er fólk verkfæri. Skjall og hótanir eru stjórntæki á verkfærin.
Eitt einkenni níðinga er útblásið egó. Þeir telja sig meiri og betri en anna fólk og stunda sjálfshól. Þeir eru sannfærðir um rétt sinn til valda og frama. Þannig staðfesta þeir lofsönginn sem þeir syngja um sjálfa sig.
Annað einkenni níðinga er frjálsleg umgengni við sannleikann. Þeir ljúga sannfærandi vegna þess að þeir aðgreina sjálfir ekki sannleikann frá lyginni, ekki frekar en þeir aðgreina rétt og rangt.
Í stuttu máli: níðingar eru siðblindir.
Weinstein beitti bæði hótunum og skjalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.