Sunnudagur, 3. desember 2017
Velmegun og fátækt; hlutverk ríkisins
Fátækt er ekki lengur skilgreind sem allsleysi. Fátæktarmörk eru reiknuð sem hlutfall af meðaltekjum. Ef meðaltekjur hækka breytir það engu um fátæktina, það eru alltaf einhver 20 prósent sem bera minnst úr býtum.
Ísland er eitt mesta jafnlaunaland í heimi. En jafnvel þótt allir fengju sömu laun, það væri sem sagt enginn launamunur, yrðu samt einhverjir fátækir. Það er vegna þess að sumir myndu ávaxta sitt fé en aðrir sólunda. Þar með yrði til ríkidæmi annars vegar og hins vegar fátækt.
Velferðarkerfið útvegar bæði beinan og óbeinan stuðning til þeirra sem standa efnahagslega og félagslega höllum fæti. Ný ríkisstjórn ætti að einfalda velferðina, skilgreina vandann og bjóða skilvirka aðstoð. En það verða alltaf einhverjir sem hafa það skítt, þó ekki sé nema í huganum. Mannfólkið er nú einu sinni þannig.
Fátækt algjört forgangsmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Smá leiðrétting. Fátæktarmörk eru ekki reiknuð sem hlutfall af meðallaunum heldur miðgildi launa sem eru þó nokkuð lægri upphæð en meðallaun. Um 65-70% launþega eru mmeð tekjur undir meðallaunum. Þó munurinn á þessu tvennu hljómi ekki mikill þá er samt sem áður sá reginmunur á þessu tvennu að þó tekjur þeirra tekjuhæstu hækki þá hækkar ekki miðgildið en það hækkar hins vegar meðaltalið.
Þessi mæling er oft sögð hlutfallsleg fátækt og er henni ætlað að finna út hversu stór hluti þjóðarinnar býr við þann kost að gera ekki lifað í samfélaginu með þeim hætti sem flestir íbúar þess samfélags geta. Þar er meðal annars verið að skoða hvaða börn geta ekki gert það sem flestir jafnaldrar þeirra og skólafélagar geta. Slík taða leiðir oft til félagslegrar einangrunnar og því telja menn slíkt vera þjóðfélagsmein jafnvel þó viðkomandi aðilar í velmegunarríkjum vesturlanda hafi það betra efnislega en meirihluti mannkyns.
Nýjustu tölur um tekjudreifingu hér á landi eru frá 2014 eða 2015 og hefur þó nokkuð sigið á ógæfuhliðina ´siðan þá og staðan því ekki alveg eins góð hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar eins og var þá enda hafa einungis verið hægri stjórnir hér á landi síðan þá sem hafa markvisst breytt skattakerfifnu og stuðningkerfum eins og barnabótakerfinu, vaxtabótakerfifnu og húsaleigubótakerfinu í þá átt að það auki tekjuójöfnuð í landinu.
Sigurður M Grétarsson, 3.12.2017 kl. 14:05
Væntanlega er fátækt helst að finna hjá örorkuþegum, ellilífeyrisþegum og láglaunafólki. Fyrir þessa hópa myndi hjálpa að hækka skattleysismörk og persónuafslátt. Barnafólk fær svo greiðslur með börnum, þær mættu eflaust hækka eitthvað líka. En fólk þarf samt alltaf sjálft að sýna einhverja fyrirhyggju í eigin fjármálum.
Kolbrún Hilmars, 3.12.2017 kl. 15:31
Sigurður, miðgildi hlýtur að hækka ef allir þeir sem eru 20% undir því fá hækkun, ekki satt. Þetta segir að eftir sem áður munu jafn stór hópur launþega vera 20% undir miðgildi og skilgreindir sem fátækir. Þetta er röng mæliaðferð og mun alltaf skila af sér fátækt, samkvæmt skilgreiningunni.
Hins vegar er fátækt til hér á landi, raunveruleg fátækt. Fólk sem ekki nær að lifa af sínum launum milli mánaða og aðrir sem sleppa meðan ekkert kemur uppá. Mega ekki veikjast eða neitt það ske sem kallar á aukin útgjöld. Þá má ekki gleyma þeim sem eru uppá ríkið komnir, öryrkjar og aldraðir. Þessari fátækt þarf vissulega að útrýma.
Það verður þó ekki gert með rangri mælingu.
Gunnar Heiðarsson, 4.12.2017 kl. 09:38
Það er rétt Kolbrún, ef vilji stjórnmálamanna er til að hjálpa þeim sem minnst hafa, er einfaldast og árangursríkast að hækka persónuafsláttinn. Engin skattaaðgerð er betur til þessa fallin.
Skömmu fyrir hrun náðist að semja um verðtryggingu persónuafsláttar, gegnum kjarasamninga. Þetta var framlag ríkisins til þeirra kjarasamninga. Árið 2009 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að afnema þessa verðtryggingu, einhliða. Það var síðan ekki fyrr en ríkisstjórn SDG tókvið völdum að þetta var lagað aftur, þ.e. skattafslátturinn var aftur verðtryggður.
Á þessum tíma var verðbólgan mikil og því skertist afslátturinn verulega, þann tíma sem verðtryggingin á honum var ekki virk.
Þetta á eftir að leiðrétta.
Gunnar Heiðarsson, 4.12.2017 kl. 09:52
Gunnar. Miðgildi launa breytist ekki nema þeir sem eru í miðjunni hækki í launum. Þú talar um fátækt á íslandi og það er rétt akkrúrat miðað við það viðhorf að þeir geti ekki lifað til samræmis við það sem fólk almennt getur hér á landi. En meira að segja fátækt fólk á Íslamdi lifir í vellistingum miðað við það sem meirihluti jarðarbúa þarf að gera sér að góðu. Það breytir hins vegar ekki því að þeir eru fátækir samanborið við aðra Íslendinga og eiga því á hættu að lenda í félaglegri einangrun hér vegna fátæktar.
Persónuafláatturinn hefur fyrst og fremst lækkað í ríkisstjórnartíð Sálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bæði fyrir og eftur hrun. Það hefur komið skýrt fram að í tíð ríkisstjórnar SDG hækkuðu skattaálögur á lægstu tekjkuhópana en lækkuðu á hæstu tekjuhópana. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við ríkissjóði með 216 milljarða halla og hafði því ekki annan kost en að bæði hækka skatta og lækka ríkisútgjödl verulega sem óhjákvæmilega þurfti líka að bitna á velferðakerfinu. Hún gerði þetta hins vegar með þeim hætti að hún hlífði þeim tekjulægstu eins og kostur var við því að taka það högg en lét þá tekjuhærri taka meiri skerf af þeirri lífskjarrarýrnun sem var óhjákvæmileg vegna hrunsins. Það gekk þannig að meðan kaupmáttur tekna hæstu tekjutíundarinnar lækkaði um 30% þá lækkaði hann aðeins um 9% hjá þeim tekjulægstu. Það er nokkuð ljóst að ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki sem burðarflokki hefði dreift þessu öðruvísi og sést það vel á því hvernig ríkisstjórn SDG dreifði síðan lífskjarabatanum sem kom eftir vel heppnaða endurreisn efnahagslífsins hjá ríkisstórn JS. Þegar ástandið batnaði þökk sé ríkisstjórn JS þá femgu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur illi heilli völdin hér og létu fyrst og fremst þá tekjuhæstu njóta batnandi efnahags þjóðarinnar.
Sigurður M Grétarsson, 4.12.2017 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.